Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1905, Page 30

Skírnir - 01.08.1905, Page 30
222 Islenzk höfuðból. um brytans sátu þeir í kyrþey Gissur Einarsson og Oddur Gottskálksson, biskupsefinð og biskupsskrifarinn, og iðk- uðu á hljóðurn kvöldum þá fræðslu, sem svo fljótt og fyrirvaralítið átti að kippa fótunum undan katólsku kirk- junni. Arin 1548—50 gengur ínikið á í Skálholti. Það eru fjörbrot hins innlenda kirkjuvalds, tiltektir Jóns biskups Arasonar. Tvívegis fór hann með her manns að staðn- um, tjaldaði í bæði skiftin á Fornastöðli, skamt norður af kirkjunni, og sótti staðinn að norðan. I fyrra skiftið varð hann frá að hverfa, en i seinna skiftið kúgaði hann Martein biskup, sem hann hafði með sér í haldi, til að skipa svo fyrir, að staðurinn gæfist upp, og hafði þá endaskifti á öllu þar eftir geðþótta sínum: vigði presta, biskupaði börn, vígði kirkjuna upp aítur hátt og iágt, reif Gissur Einarsson upp úr gröflnni og lét jarða hann utangarðs o. s. frv. Seinna sama haustið var hann sjálfur fluttur þangað í haldi, og líflátinn þar ásamt sonum sínum, 7. nóv. 1550. Skýringar á tölunum á uppdrættl Skálholtsstaðar. 1. (Kirkjan) Skrúöhús, 2. Kórinn, 3. Framkirkjan, 4. Norðurstúkan, 5. Suðurstúkan, 6. Klukknaportið. 7. Þorláksbúð. 8. Kirkjugarður. 9. Undirgangur. 10. Skólinn. 11. Skólaskáli. 12. Conrectoris hús. 13. Göng. 14. Skólans sjúkrastofa. 10. Sýruklefi. 16. Geymsluhús = skemmur. 17. Xorðurdyr. 18. Karldyr. 19. Borðstofa skólans 20. Smjörklefi. 21. Kjötklefi = kjötskemma. 22. Kálgarður. 23. Skóla- þjónustuhús. 24. Britakamers. 25. Spunahús. 26. Garns- og ullarhús. 27. Yefarahús. 28. Hlaðgarður. 29. Búr. 30. Eldhús. 31. Suðurkamers. 32. Prestkamers. 33. Malarakamers. 34. Norðurkamers. 35. Bókakamers. 36. Daglegt setukamers. 37. Instakamers. 38. Miðkamers. 39. Fremsta- kamers. 40. Fremstastofa. 41. Stórastofa. 42. Biskupskamers. 43. Litla eða bókakamers. 44. Kirkjustétt. 45. Sögunarhlið. 46. Norðurtraðir. 47. Traðagarður. 48. Rectoris eldhús. 49. Smiðja. 50. Vinnumanna- skemmur. 51. Skemma Einars bryta. 52. Móhús. 53. Heygarður. 54. Hesthús. 55. Fjós. 56. Hlaða. 57. Nauthús. 58. Hjallur. 59. Gamalt prenthús. 60. Skreiðaskemma. 61. Soðbúr. 62. Reiðingaskemma. 63. Lambhús. 64. Kindluteigshesthús. 65. Vatnsmylla. 66. Þorlákshrunnur. 67. Öskuhaugur. 68. Varðabrunnur. 69. Fjósakelda. 70. Smiðjulækur. 71. Kindlnteignr. 72. Skurður til vatnafleiðslu. 73. Þórureitur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.