Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 44

Skírnir - 01.08.1905, Side 44
236 Herðibreið. Hver vill, þó við seymir séum, svíkja hann undir dómstól þann, sem að dæmdi’ hann varg í véumr vildi og gat ei skilið hann? Rís mér önnur hilling hærri lieið og björt við andans sjón: Birtast öll frá öldum fjærri örlög þín, mitt kæra frón! Fegurð glæst af höfund hæða, hörð, en tign og göfugleg, Tsland, móðir fornra fræða, fjölsvinn yzt á norðurveg. Rek ég feril feðra minna — frelsisstríð þitt hrausta þjóð — sem frá bygðum bræðra sinna burtu hleyptu um ránarslóð. Frelsinu, sem fremst þeir unnu, fórnuðu sinni óðalslóð. Sjálfræðinu kappar kunnu, komið var það í þjóðarblóð. Hérna hló þeim friðland t'agurt fjöturinn heimá’ í Noreg lá; hitt, að land var hart og magurt, hafði ei neitt að segja þá. Skáldið, hetjan hugumprúða hér sinn eiginn kongur var. I ufi ð fært í frelsis skrúða fögnuð sér á skauti bar. Annað er gæfa en gjörfuleiki; glepur margt og villir sýn. Horfi’ eg á, sem harmaleiki, hlutskifti þitt þjóðin mín!

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.