Skírnir - 01.08.1905, Page 52
244
Tvístjörnur.
Þessar athuganir munu útskjra það, hvernig líkamsmegin
stjörnu verSur ráSiS af þekkingunni á öllum atvikum viS hringferS
annarar stjörnu um hana. Ef umferSartíminn væri ár, og ef fjar-
lægSin væri sama eins og milli jarSarinnar og sólarinnar, þá mund-
um vér leiSa af því þá ályktun, að iíkamsmegin þaS, sem spurt
er um, só jafnt líkamsmegni sólarinnar. Vitanlega munu atvikin
ekki ávalt reynast aS vera svona einföld. UmferSartímarnir munu
venjulega vera miklu lengri en eitt ár, og fjarlægSirnar munu
stundum fara fram yfir 20 millíónir mílur. Slík smáatriði vita
undir verksviS stærðfræSingsins, og viS þau verður ekki átt nema
með hans sérstöku aSferðum. Vór skulum ekki eltast lengra við
þær. Það er nóg að geta þess, að þegar vér höfum fengið að
vita umferðartimann og fjarlægðina milli hnattanna í tvísólinni, þá
eru engir erfiðleikar á að reikna samanlagt líkamsmegin beggja
stjarnanna.
Niðurstaða þessara athuguna er heldur en ekki markverð.
Hún s/nir, að þó að líkamsmegiti stjarnanna sunita hverra só ekki
eins mikið eitts og ltkamsmegin sólarinnar, þá er líkamsmegin
anttara tíu sinnum, tuttugu sinnttm og jafnvel enn þá fleirum
sinnum meiri en líkamstnegin vors eigin ljósgjafa.
Einhver hin skemtilegustu fyrirbrigði, sem eru samfara rann-
sóknum á tvístjörnum, er hin aðdáanlega tilbreyting á bjarmattum,
sem einatt slær á hnettina í tvístjörnu. Margar almennu stjörn-
urnar eru ljómandi hvítar, eins og Siríus og Vega, aðrar eru lítið
eitt gulleitar, eins og Capella (Kaupamannastjarnan), ellegar þaS
slær á þær daufum rauðum bjarma eins og á Arktúrus og Alde-
barran. Hjá öllum þessum stjörnum verður þó trauðlega sagt, að
það beri greinilega á hinum einkennilega lit. Samt sem áSur eru
á himninum fjölda ntargar stjörnur, sem leggur af glögglega eitt-
kenndan fagran bjarma, og þegar svo er, þá eru þær stjörnur yfir-
leitt — ég segi ekki að sjálfsögðu — hnettir í tvöföldu sólkerfi.
Fegursta dæmiS uppá þetta er stjarna, sem í raun og veru er
einhver yndislegasti hnötturinn af hvaða tagi sem er, sem himnarn-
ir hafa til sýnis. Stjörnuna, sem ég á við, þekkja stjörnufræðing-
arnir meS nafninu Beta* * í stjörnumerkinu Svanurinn. Fyrir ber-
aðir með sjálfum sér (,,kvaðreraðir“), eru í sama jöfnuði sin á milli eins
og meðalfjarlægðirnar tvímargfaldaðar með sjálfum sér (,,kuberaðar“).
*) Arabar kalla þá stjörnu Albireo, sjá Björn Gunnlattgsson:
Leiðarvisir til að þekkja stjörnur (skólaboðsrit) I, 62.