Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1905, Side 62

Skírnir - 01.08.1905, Side 62
254 Presturinn. elskaði hana með ugg og kvíða eins og barn. Þegar borðbænin var lesin og rneðan hann stóð í stólnum, horfði hann á hana eina, og oft bað hann guð að fyrir- gefa sér, að hann hugsaði meir um fegurð Maríu en um sálarheill sína. En að sefa óró sálar sinnar, spyrja hana,. biðja hennar, það þorði hann ekki. Svo hittust þau einn dag í garðinum á prestssetrinu. Hún kom með jarðarberjakörfu, sem hún ætlaði að færa sjúklingi. En þegar hann kom auga á hana neðst niðri á garðstígnum, varð hann smeykur og ætlaði að snúa viö. En hún hafði nú líka séð hann og kaliað á hann — hún kom hratt upp stíginn og gekk við hlið honum. Hvað hún var falleg. Kinnin ávöl, hvíti klúturinn, sem féll laust aftan við evrað — yndislegt, ljósrautt eyra — og nefið, sem var ósköp lítið uppbrett, ekki nema ósköp lítið. Og svo brosið, sem lék næstum alt af um varir henni og alt af vakti ugg hjá honum. Hann ætlaði að segja eitthvað — svona eitthvað út í bláinn. En þetta eitthvað gat hann ekki sagt; ef til vill af því að hann í raun og veru vildi að eins segja eitt — en það lá bundið á vörum hans. »Um hvað eruð þér að hugsa?« spurði hún, þegar þau voru komin miðja vega á stígnum. »Um ekki neitt«, sagði hann og leit undan; hann fann að hann roðnaði. »Um ekki neitt«, endurtók hún brosandi og leit til liliðar; hann hafði ósjálfrátt numið þar staðar, reytti rós- irnar af og dreifði blöðum þeirra á jörðina. »Skeel, þér spillið rósunum alveg að óþörfu . . .« Hann roðnaði enn meir og hætti næstum á svipstundu. »Já . . .« sagði hann út í bláinn. »Það m á verja rósunum betur en að reyta af þeirn blöðin«, sagði hún, og alt af var hún brosandi. En hvað brosið var hrekkjalegt, það lék um munnvikin, hún gat ekki að því gert. »Já«, hann sneri sér við eins og honum væri hrundið. »Það mætti — það mætti . . .«

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.