Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 2

Skírnir - 01.04.1907, Page 2
98 Tóinas Sæiuundsson. En alt af lifh’ þó með þjóðunum einhver ósjálfráð> virðing fyrir almanakinu, og þegar ein eða tvær eða þrjár aldirnar eru liðnar frá fæðingu eða dauða einhvers mikil- mennis, verður mönnunum löngum staldrað við; þeir líta þá aftur, horfa og hlusta, til þess að athuga hve stór hinn framliðni sýnist, þegar aldabilið er komið á milli, eða hve skýrt rödd hans heyrist um firnindi tímans. 0g þá verð- ur það stundum, að þeir sem vér hugðum löngu komna 1 hvarf standa sem mitt á meðal vor, að rödd þeirra liflr eins skær í dag og fyrir hundrað árum, að tímalengdin heflr engu áorkað. Og að vísu er þetta einkamark þess sem satt er, gott eða fagurt: Það fyrnist ekki, sjónar- liornið breytist (skki með fjarlægðinni. Mikill maður er sá sem lifir þótt hann deyi, en að lifa er að starfa, vera ævarandi afl í lífshræringum kynslóðanna. Reyndar verður tiltölulega lítið at' þeim áhrifum, sem mennirnir hafa á líf annara í bráð og lengd, í’akið í æsar út, því að hvorttveggja er, að þau kvíslast á óteljandi vegu, og hins vegai’ eru störf hvers manns að meira eður minna leyti nátvinnuð samtíðinni, miðuð við líðandi stund og þau málefnin sem þá eru efst á baugi; en mörg þeirra eiga sér stuttan aldur, breytast, víkja fyrir öðrum nýjum, og gleymast þegar stundir líða öllum nema þeim sem gát hafa á gangi sögunnar, til að skýra samband nútíðar og fortíðar. Þeir sem létu sig mestu skifta málefni samtíðar sinnar og á óteljandi vegu tóku þátt í lífi þjóðar sinnar og lögðu grundvöll undir störf komandi kynslóða, njóta því stundum vart eins mikillar ástar og aðdáunar eftir- komendanna og þeir eiga skilið. Það verður erfiðara að greina verk þeirra frá verkum annara, heldur en þegar ræða er um þá menn sem lielgað hafa alla krafta sína einu starfi, einni sérstakri íþrótt eða vísindagrein. En hjá fámennri þjóð og fákunnandi eru oft fjölhæfustu menn- irnir einmitt þörfustu mennirnir, þeir sem höfðu lifandi ást á ö 11 u m málefnum þjóðar sinnar og vörðu kröftum sínum til að hrinda því áfram sem hendinni var næst. Þeir hafa int af hendi það handtakið sem mest á reið í ?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.