Skírnir - 01.04.1907, Síða 11
Tómas Sæmundsson.
107
liann kveður um »hrafnaþing kolsvart í holti fyrir hauk-
þing á bergi«. —
I þeim ritgjörðum Tómasar Sæmundssonar sem eg
nú hefi lauslega drepið á, og í sumum hinum andríku
ræðum hans, höfum vér þau orðin sem hann talaði til
þjóðarinnar í heild sinni um málefni hennar, og mun
enginn sem les þær svo sljór, að hann finni ekki yl af
þeim anda og krafti sem í þeim býr.
En ekkert ber þó ljósari vott um hvað hann var og
hvað hann vildi en bréf hans, sem nú eru út komin á
100 ára afmæli hans.1 Eg skal undir eins taka það fram,
u.ð eg tel þau meðal hinna merkilegustu bóka sem á síð-
ustu tímum hafa birzt á íslenzku.
Bréfin eru 45 talsins á 18 örkum prentuðum. Af
þeim eru 10 til Sæmundar föður hans, 20 til Jónasar
Hallgrímssonar og 9 til Konráðs Gíslasonar. Hið fyrsta
sem lesandinn rekur augun í er lengd bréfanna; fullur
þriðjungur þeirra er V2 örk eða meira, eitt er jafnvel
l1/^ örk að lengd. Þetta sýnir undir eins að hér er mað-
ur sem eitthvað er niðri fyrir og nennir að færa hugsan-
ir sínar í pennan; leið orðanna til pennans er honum
auðsjáanlega jafntöm og tungutakið. Það er eins og
hann hafi vin sinn hjá sér og sé að tala við hann; en af
þessu leiðir aftur hitt, sem mörgum mun koma kynlega
fyrir sjónir í fyrstu, að málið á sumum bréfunum er
mjög óvandað; það er sama málið og margir Hafnar-
Islendingar töluðu þá og tala enn; hann lætur útlend orð
og klausur fjúka., en tefur sig ekki á því að leita að
góðum og gildum islenzkum orðum; en eftirtektavert er
það, að málið á bréfunum til föður hans er stórum betra
en á bréfunum til félaganna, og hins vegar eru síðustu
bréfin vandaðri að orðfæri. Engin skyldi því af bréfun-
um draga þá ályktun að honum hafi staðið á sama um
Brt'f Tómasar Sæmundssonar. (jefin út á hundrað ára afmæli hans
7. júní 1907. Búið hefir til prentunar Jón Helgason. Rvík. Kostnað-
armaður: Sigurður Kristjánsson.