Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 16

Skírnir - 01.04.1907, Side 16
112 Tómas Sæmundsson. stað, kemur dálítil innskotssetning, sem eg verð að setja hér. Hann biður föður sinn að taka við jörðinni fyrir sína hönd: »Eg bið yður að gera henni það sem þér sjáið að gengið get- -ur, en — fyrir alla muni, þó eg þurfi sízt að taka það fram — á u þess að ganga ekkjunni of nærri«. En merkilegust eru bréfin sem hann ritar þeim Jónasi og Konráði um útgáfu Fjölnis. Engum sem les þau getur dulist, að Tómas er þar aðalmaðurinn. Það er hann sem hefir lagt ráðin á hvernig ritinu skyldi haga, það er hann sem ritar formálann fyrir því, og hugsjónir hans i þessu efni eru svo góðar og gildar, að þær gætu enn verið leiðar- stjarna fyrir íslenzkt tímarit handa alþýðu manna. Það er auðséð að hann liefir verið gagnkunnugur beztu tíma- ritum sem þá voru uppi, dönskum, þýzkum, enskum og frönskum, enda hefir hann lesið og talað ensku, þýzku, frönsku og ítölsku. Og hann gengur ríkt eftir því að hugsjóninni sé fylgt og ávítar samútgefendur sína þung- lega, er honum þykir þeir víkja frá henni og leggja minni rækt við ritíð en hann hafði til ætlast. Hann fer ná- kvæmlega út í hvert atriði um sig. Fyrst er ytri frá- gangur ritsins. Um það skrifar hann langt mál, honum þykir brotið of lítið, stíllinn of stór. Markmiðið verði að vera, að kaupendur fái mikið fyrir litlapen- i n g a, og hann vitnar til þýzkra, enskra og franskra tíma- rita. — Efnið verður að velja sem næst hversdagslífinu — »því fari maður að rannsaka hvað það er, sem gefur hlutunum, •og bókunum með, interesse, þá er það þetta, að það grípi sem mest inn í lífið, höndli sem mest umþað, semmenn helzt finna nauðsyn á að yfirvega og vita eitt- h v a ð u m«. Hann minnist á hverja grein sem kemur i Fjölni og sogir skorinort skoðanir sínar um alt. Athugasemdir hans eru jafnan heilbrigðar, hann er svo hagsýnn, sér svo ljóst hvert hann ætlar, og miðar alt við það hvort það færir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.