Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 26

Skírnir - 01.04.1907, Side 26
192 Frá Róm til Napoli. •eða stoðuvatn, og breikkar þetta láglendi, eður nær austar, sem •sunnar dregur. Castel Gandolfo, þorp nokkurt, liggur fyrir ofan Teginn eður til vinstri handar, sem og albaniska stöðuvatnið, á bvers vesturbarmi þorpið stendur, en lítið lengra útsuður liggur Albano; er þaðan talið 15 miglíur1) til Róm. Er staður þessi 1 j'tið norðar á fjallinu en Alba longa kvað hafa staðið til forna, og fer vegurinn gegnum bæinn. Við höfoum þar viðstöðu svo sem eina stund, til að taka á fóður hestanna, og varði eg þessari stund til að kynna mér betur albaniska stöðuvatnið og fara til baka noröur að Castel Gandolfo. Vatn þetta liggur hátt upp í fjallinu, það er viölíka á alla vegu og á að gezka nokkur hundruð faðmar að þvermáli; er langt niður að vatnsborðinu, snarbratt og ilt, mestalt þyrnum vaxið og öðrum óræktarstönglum eður ymsum skógarhr/slum innan um klungrin, skuggalegt nokkuð, en þó fallegt og sérlegt (ejendommeligt) og málverkslegt (pittoresk). Það er auðsjáanlega undirkomið af jarð- ■eldum með sama hætti og stóru vötnin okkar, Þingvalla- og Mý- vatn. Skamt þaðan sunnar, vestan í fjallinu, er annað vatnið til, Nemi, hjá þorpinu, sem kent er við það, og er það næstum míla að ummáli. Albaniska fjallið er gamalt eldfjall; er þar fyrir djúp eldskál (crater), sem að mestu er grasivaxiu, ofan í etsta topp [fjallsins] og er hann af því kallaður hola fjallið (Monte cavo). Þess getur í fornsögum Rómverja, að albaniska vatnið hafi hér um bil 400 árum fyrir Krists fæðingu af óþektum orsökum (sjálfsagt af náttúrlegum eldsverkunum) vaxið svo, að þeim fór að standa ■ótti af, að það mundi ryðja sér farveg vestur á láglendið og máske olla skemdum á sjálfri Rómi. Fóru Rómverjar þá til spásagnar- manns nokkurs, er þeir höfðu hertekið frá Vejiborg, sem þeir um -sama leyti voru að berjast við að kúga undir sig og gekk heldur treglega. Spámaðurinn gaf þeirn í skyn, að þeim mundi verða rsiguis auðið á borginni----2). Rómverjar' tóku sig þá til og létu gjöra undirgang mikinn að vestan af. sléttunni, gegnum þann barm vatnsins, er þynstur var og hættast var við, að fram mundi brjót- att fyrir vatnsþyngslunum; ruddu þeir verki þessu af á einu ári -----2). Þetta stórvirki var svo tryggilega gjört, að það er ennþá að mestu óhaggaö. ’) Miglio er itölsk míla, litlu skemri en */4 vanalegrar mílu (c. 1)00 faðmar). a) Hér er eyða i handritinu fyrir nokkrum línum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.