Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 27

Skírnir - 01.04.1907, Side 27
Frá Róm til Napoli. 123 Fékk eg mann nokkurn í Castel Gandolfo til að fara [með mór] niður að vatnsborðinu og syna mér þar sem vatnsrennan byrjar niður við vatuið, og lézt hann fús til þess; en þegar við höfðum klöngrast niður undir vatnið, fór hann að spyrja mig að, hve tniklu eg raunar vilji kosta upp á að sjá þecta ())Quanti volete spendere ?«). Var það uppátekið ráð okkar beggja, hans að nefna þetta ekki fyrri, svo eg gengi ekki frá, þó hann gerði sig kostbæran með skoðunarlaunin, né tæki annan meðal grúans af iðjuleysingjunum, sem í sérhverju þorpi á Italíu tvístíga um torgin og sitja um þá, sem á ferð eru, að þeir geti haft út úr þeim peninga fyrir að sýna það sem þeir kalla markvert þar í grend við þá. Eg að mínu leyti lét mér hægt um annað fyrst um sinn en að vita hvar stigurinn lá niður að renuunni, og sem við nú höfðum hann farið, svo eg gat séð hvar gersemið var, sem hann ætlaði að sýna mér, lót eg í veðri vaka, að mér hefði verið sagt í Alba.no, [að] það væri ekki gefandi meira fyrir að sjá þetta en 2 bajocchi1) (svo sem 3 skildinga), en fyrir góðrar vináttu sakir vildi eg ekki horfa í að gefa svo sem 8 skildimra. Þetta var að sönnu viðunan- Jegt eftir þv/ sem á þessum stöðum er títt fyrir viðlíka þónustu- semi, en fyrst hann ætlaði sór að græða svó mikið, þá kom mór ekki á óvart, að hann tæki, sem til ætlað var, þetta fyrir smánar- boð og fitjaði upp á nef sór með þeim skringilega hætti, sem þess- ara manna siður er hjá Itölskum, og ekki verður lýst. Sagðist [hann] í það minsta hafa ætlast til að fá 2 psoli2), og hrópaði eins og hann gat til þess, er hafði lyklana að inngauginum og líka mundi heimta nokkuð fyrir að láta þá í skráargatið, að hann skyldi ekki ljúka upp [fyrir mér], þar eð kaup okkar hefði ekki gengið saman. Eg bað hann samt vel að lifa, ef hann ekki vildi taka við þessum hálfa paolo2) og fór þangað sem renslið var, skamt þaðan, en hann stóð eftir og gladdi huga sinn við, að eg sæi ekkert og yrði feginn að kalla til sín aftur, og þess vegna vildi hann ekki taka við því, er eg bauð honum, sem hann annars hefði orðið feginu og var hér um bil nóg. Var þar svo um búið, að garður, sem var liðug manuhæð, var hlaðinn í ferhyrning, 3 faðmar á hveru veg, í kringum útrásina, eður sinn garður hverjum megivi heunar frá J) Bajocco = '1,00 úr scudo (ítölskum dal) = c. 4 aurar í vorum peningum. ’) 1 paolo = 10 bajocchi = */scudo = 39 aurar í vorum peningum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.