Skírnir - 01.04.1907, Síða 35
Frá Róm til Napoli.
131
sem litið var. Vertshúsið var líkara konungshöll en gestaherbergi.
Fyrir neöan fætut okkar var sjórinn eins og spegill til aS líta,
og var niður til hans hátt nokkuð og bratt, en allur flóinn blasti
rétt á móti, og fyrir sunnan hantt gaf að líta álengdar Vesúvíus
eldfjallið, í allri hátign sinni, fjölliu umhverfis Neapels-flóaun og
eyjarnar, er liggja vestur þaðan út nteð sjónum vestan vert, eður
til hægri handar við nesið, sem við höfum yfirfarið og fer það
lækkandi eftir sem vestar dregur, og niður við Gfaeta, hvar kastali
er bygður upp á kletti nokkrum. Til vinstri handar eður fyrir
norðan okkur og austan er megitifjallið, að neðan til með indæl
ustu hlíðum niður til sjávar, austur og iun með flóanum ; eru hiíð-
ar þessar þaktar víngörðtim og aldintrjám. Sólin var farin að
lækka svo skugga btr á hér og hvar um fjöllin og varð af því
at'breytingin enn nteiri. Hér er einhver mesta veðurblíöa og af-
drep fyrir norðanvindunum ; er því jórðin sífelt eins, á vetrum og
sumrum ít'ærð sínum fegursta skrúðbúningi.
Við stóðum hér við tímakorn og skemtum okkur með því að
litast um í fegurð þessari. Er herbergi þetta og a'dingarður, sem
nefnist »Villa di Giceronet, kent við Ciceró, hinn mikla speking
og mælskumann Rómverja, sem rnælt er, [að] hafi átt hér lysti-
garð og verið hór myrtur; er það fyrir utan aðalþorpið, sem er
austar inn með sjónum og vegurinn liggur uin þegar haldið er
áfram. Aldingarðsmaðurinn, viöfeldinn unglingur, t.aldist vera róm-
verskur, og mátti skilja, að honum þótti sæmd í; verða menn þess
oft varir í Mið-Ítalíu, enda ha,fa Napólskir sérlega ilt orð á sér út
í frá, og þykir því fáum mikiö til koma að telja sig í ætt við þá.
Hann gerði sér ánægju af aö leiða okkur um garð sinn og s/na
okkur þær jurtirnar og trén, sem honum þótti mest til koma, og
fylti vasa okkar með guleplum (oranger), sem hann tók af trján-
um og voru nú fyrst komin að því aö vera fullþroskuð frá því
sumrinu áður; svo langan tíma þarf þessi undurfagri ávöxtur til
að spretta, að honum veitir ekki af vetrinum með, og verður þvf
ekki stundaður nema þar sem enginn vetur kemur; er hann líka
undir uppskeruna orðinn svo viðkvæmur, að hann má ekki viö
frosti. Ein frostnótt á útmánuðunum getur því máske öðru eins
tjóni valdið í þessum sælu löndum, eins og hjá okkur ef til vill þriggja
mánaða harðindi, svo menn eiga hér ekki öllu minna undir veðr-
áttunni og vetrarfari en við, þó með öðrum hætti sé.
Nú var haldið áfram ferðinni og liggur leiðin fyrir neðan fjalls-
hlíðarnar austur og suður með sjóttum; fegurðin er jafnan hin.
8*