Skírnir - 01.04.1907, Side 47
Þjóðleikhús.
14£
ákaflega brattan og erfiðan gang upp á tullkomnunar-
hjallann. Séu ritin hans leikin, þá fær hann litla. borgun
eða enga; árinu, sem að sjálfsögðu er álitið að gangi til
þess að semja fjögra eða fimm þátta leikrit, er fleygt burtu
fvrir svo að segja ekki neitt, en hann á í því sammerkt við
marga aðra, sem skrifa bækur hér á landi, að hann þarf
ekki að kvarta framar en þeir. — Ef leikritin hans eru
leikin, þá á hann fyrir keppinauta menn sem eru heims-
frægir, eins og Björnson og Ibsen, og eru sama þjóðernis
sem vér, ef þeir yrkja með norsku hólfunum í hjarta og
heila. Hann verður að keppa við þýzka, danska og'
franska snillinga og við alla meistara í leikritakveðskap,
nema Sófokles, Shakespere, Shiller, Göethe og Kleist,,
því þeirra rit hafa ekki ver,ð Jeikin hér enn þá.
Þeir sem íslenzkur höfundur á að keppa við eru margir
hverir beztu höfundarnir í þeirri grein, en svo ann lands-
fólkið þjóðerni sínu, þjóðsögum og íslenzkri menningu, að
hvenær sem einhver getur vakið óminn frá einhverjum
streng á þjóðarhörpunni í leikriti, þá steyma allir að, sem
komið geta, hundruðum saman til að sjá það, og þá getur
höfundurinn kept við hvern útlendan meistara, hvort sem
hann er gamall eða nýr, og unnið sér til velvildar í hug-
um vorra eigin áhorfeuda. En ef ísl. liöfundur byggir
ekki á þjóðernisgrundvellinum, þá stendur hann líkt að,
vígi og aðrir höfundar.
II.
Er nú sá tími kominn hér á landi að búast megi við,
því, að sú leikritasmíð, sem hér er komin fram, sé annað
én fálm í myrkrinu, sem sjálfsagt hætti, þegar vissir menn
deyja? Ef því á að svara verður að líta á það, hvenær
leikritalistin vaknar hjá þjóðunum. Húu er fjærsta tak-
mark skáldskaparins og efsta rimin í stiganum. Framan,
af æfinni áttu þjóðirnar ekki þann hæfilegleika til. Leik-.