Skírnir - 01.04.1907, Síða 48
144
Þjóðleikhús.
ritaskáldskapurinn verður síðar til en Ijóðlist og hetju-
Ikvæði eða rímur. Hún er margtþætt list, þar sem flestar
aðrar listir eru tvinnaðar saman, hún hrífur tvö skilningar-
-vit í einu, heyrn og sjón. Söngurinn hrífur eyrað, mál-
verkið sjónina, aðrar listir hrífa að eins eitt skilningarvit.
Leikritaskáldskapurinn verður ekki til fyr en þjóðin
hefir náð töluverðum þroska; þegar menn eru farnir að
taka eftir sjálfum sér og öðrum áður en þeir ráðast i
tstórræðið eða mikilsverðar framkvæmdir. Málið verður
.að vera orðið þroskað, og liðugt og nýtilegt fyrir rökflmi.
Hetjukvæði og ljóðlist verða að hafa skapað það, fágað
það og prýtt það, en mælskumaðurinn að hafa gjört það
snjalt og tvíeggjað í orðvígum. Fólkið má ekki vera svo
fjötrað af venjum, trúarkreddum eða ytra valdi, að það
ráði ekki sjálft mestu um það, hvernig æfikjörin verða.
Einstaklingurinn verður að vera orðinn eigin lukku eða
óláns smiður. Gustav Freytag segir að þannig hafl verið
ástatt fyrir Grikkjum 500 árurn f. Kr. og að þjóðirnar í
Norðurálfu hafl verið komnar á þetta stig, þegar siðabót
Lúthers var komin fram, fyrir 1600 eftir Krists fæðingu.
Þegar þessi skilyrði, sem nú voru nefnd, hverfa aftur
hjá þjóðunum, þá er leikhúsunum lokað, og leikritakveð-
skapur og leiklist hverfur af jörðunni. Nálægt 1000 árum
-e. Kr. var öllum leikhúsum í Norðurálfunni lokað. Kirkjan
lét loka þeim, því hún þoldi ekki frjálsar hugsanir við
hliðina á sér. Ekkert mátti hugsa né segja, sem kom í
bága við hinar kirkjulegu kenningar. Leikhúsið var heið-
ið að uppruna, og þess vegna djöfulsins handaverk, eða
höfðu kanske Kristur og postularnir leikið sjónleiki, eða
■ort þá? Leikhúsunum var lokað, og blóminu sem vaxið
hafði á grískri og rómverskri menningu var fleygt á
-eldinn.
Líklega hefir fólk saknað leikhúsanna í huganum.
Kirkjan hefir séð og fundið til saknaðarins, og breytist
sjálf í leikhús að vissu leyti; þar eru söngvar, ræður,
prócessíur, skraut og myndir, alt til þess að gleðja augu
-og eyru. En samt sakna þeirra tíða menn sorgarleiksins,