Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 49

Skírnir - 01.04.1907, Side 49
Þjóðleikhús. 145 ■en í stað þess að leika sorgarleiki Sofoklesar, eða Æskyl- ■osar, þá byrja kristnir menn víða um Norðurálfuna að leika einasta sorgarleikinn, sem kirkjan viðurkennir, píningarsögu Krists, og til þeirra leika má álíta að leik- húsin, sem nú eru, eigi uppruna sinn að rekja. Svo kem- ur »renaissance«-tímabilið, og allar listir endurfæðast, siða- bótin leysir böndin af norðurhluta álfunnar. Á Spáni yrkir Lope de Vega 300 leikrit, þegar Spánarveldi stend- ur í allra hæstum blóma, og á Bretlandi semur Shak- spere leikritin, sem aldrei gleymast, árin 1588—1606, eða tuttugu árin næstu, eftir að Raleigh, Drake og stormurinn höfðu gjöreytt flotanum ósigrandi, sem Filippus II. sendi til þess að yflrvinna England, og höfðu lyft þjóðar- meðvitund Engla á hæsta stig. III Til þess að gjöra sér í hugarlund hvort hér sé kom- ínn timi til að stofna leikhús, er sjálfsagt að líta á það, hvernig það sem nú heflr verið sagt kemur heim við ástandið hér á landi. í fornritunum eru til eins konar leikrit; sum Eddukvæðin eru miklu fremur leikrit en hetjuljóð; jeg á við þau kvæði, sem nefnd eru »kviður«. Þær losa auðvitað það sem sagt er út úr þeirri umgjörð sem leiksviðið verður að vera um hvert leikrit nú á dög- um. Gylfaginning Snorra Sturlusonar er hálfgjört leikrit, og þar sér maður leiksviðið fyrir sér, þegar það byrjar. Margar af íslenzku sögunum hafa svo sterkan leikblæ yflr frásögninni, að mörgum hlýtur að finnast nokkuð vafa- samt, hvort það er saga eða leikrit, sem þeir hafa fyrir sér, þegar þeir lesa suma kaflana. Gísla sögu Súrssonar mætti einkum nei'na í þessu tilliti. Leiklöngunin er oft sterk og ofarlega í Islendingum til forna, eins og þegar Gunnar á Hlíðarenda 1 e i k u r Kaupahéðin, eða smá- sveinar eru að leika heima hjá sér menn og atburði, 10

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.