Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 54

Skírnir - 01.04.1907, Side 54
150 Þjóðleikhús. sýnist ekki nema tvent fyrir hendi, annað hvort að hætta sjónleikum, eða að byggja leikhús. Ef hér er bygt leikhús, ætti það að vera nógu sterkt og nógu stórt í 100 ár að minsta kosti, og ætti að vera úr steini. Til þess að vita hve stórt hús bærinn þarf, er nauðsynlegt að hugsa sér hve fljótt hann muni vaxa framvegis, en það sést bezt, ef tekið er eftir því, hvernig hann hefir vaxið á síðustu öld og til þessa dags. Eftir 1880 var það reiknað út með líkindareikningi, að Reykjavík mundi hafa 5000 íbúa 1907, og 10000 1931. Nú eru hér 10000 manns 1907. Ætti bærinn að vaxa framvegis eins og hann heflr vaxið 1899—1907, eða tvö- faldast á 8 árum, yrðu bæjarbúar: 1915 ...................... 20000 1923 ...................... 40000 1931 ...................... 90000 En það er ómögulegt, því að til þess þyrfti mestur hluti landsmanna að flytja sig hingað. Á öldinni sem leið og til 1906 tvöfaldast íbúatalan á hverju 21 ári, eftir því ættu íbúar Reykjavíkur að verða: 1928 20000 1949 40000 1970 80000 og 50000 manns nálægt 1960. Þriðji útreikningurinn, sein þykir líklegastur, er að gjöra ráð fyrir, að því sem næst 500 manns flytji sig til bæjarins árlega annarsstaðar frá, og að bærinn vaxi ár- lega um 10 af þúsundi fyrir það að fleiri fæðist hér en deyi árlega. Þá ætti framtíð Reykjavíkur að vera þessi: 1907 10000 íbúa 1923 20000 1936 30000 -■ 1948 40000 - 1959 50000 — 1968 : . 60000 — 1977 70000 — 1985 800C0 —

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.