Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 55
Þjóðleikhús.
151
•og hér um bil 100000 árið 2000. Við reikninginn er það
nð athuga, að bærinn vex of seint þegar sækir á öldina,
on líklegast heldur fljótt framan af. Eftir því sem lands-
mönnum fjölgar meira yfirleitt, eftir því flytja fleiri menn sig
í kaupstaði og bæi, ef hér fer því fram, sem á sér stað í
öðrum löndum, að sveitafólkinu fjölgi ekki. En svo heflr
verið á íslandi frá 1801—1901.
Hér er verið að gjöra ráð fyrir leikhúsi handa höf-
uðstaðnum, en sá bær verður líklegast bær með 50,000
manns eftir 50 ár, og með 100,000 eftir 100, ár, og það
alt þótt hér finnist ekkert gull, og þó hér séu engir námar.
V.
Leikhús, sem tæki 500 áhorfendur, ætti að nægja
Reykjavík í 100 ár, eða jafnvel lengur. Fyrstu árin væri
það svo stórt, að þar væri ■ ekki leikið oftar en nú er
gert, eða um 40 sinnum á ári. En þegar Reykvíkingar
væru orðnir 15000 manris, yrði að líkindum leikið þar
þrisvar á hverjum tveimur vikum; þegar þeir yrðu 20000
yrði líklega að leika tvisvar í viku, og leikkvöldunum
fjölgaði eftir því sem bærinn yxi. Þegar Reykvíkingar
væru orðnir nálægt 50000 yrði líklega leikið hér á
hverju kvöldi allan veturinn. Þegar bærinn væri orðinn
of stór fyrir leikhús, sem tækí 500 áhorfendur, mætti víst
byggja ofan á áhorfendasalinn fyrir pall með liðugum
100 sætum, svo leikhúsið tæki liðug 600 manns, og svo
mætti lengja leiktímann, byrja fyr og hætta seinna að
vorinu, og með því móti yrði leikhúsið væntanlega nógu
;stórt, þótt 100000 manns ættu heima í bænum.
Leikhús, sem tæki 500 áhorfendur og hefði nægi-
lega stórt leiksvið, mundi kosta eitthvað nálægt því,
sem eftirfarandi áætlun gjörir ráð fyrir. Húsið verður
.að vera úr steini. Ahorfendaplássið 24 ál. á breidd og
30 ál. á lengd og 12 á hæð. Leiksviðið ætti að vera 24