Skírnir - 01.04.1907, Side 57
Þjóðleikhús.
15$
búin stofugögnum, án þess að áhorfendurnir vissu neitt
af því. Leiksviðsbreytingar, sem nu taka 30 mínútur,
þyrftu þá ekki að vara lengur en 30 sekúndur. Útbún-
ingurinn á leiksviðinu er dýr, en svo þarf minni mann-
afia til þess að setja upp leiktjöld og leikáhöld, svo fyrir-
komulagið borgar sig vel í reyndinni.
VI.
Árlegur kostnaður af slíku húsi væri allmikill. Hér
er sett svo, að helmingurinn af húsinu væri tekinn til láns
til 41 árs, en hinn helmingurinn til 28 ára, en vextirnir
væru 5% af báðum lánunum, það væri alls kr. 10760,00"
Brunabótaábyrgð væri nálægt . . . . . ■— 400,00"
Ljósgæzla um árið, 90 kvöld framan af . . — 450,00
Hitun á húsinu i 90 kvöld.................— 650,00
Viðhald 1% af húsinu sem er lágt í lagt,
þegar innanstokksmunirnir eru með . — 1650,00
Samtals kr. 13910,00'
sem væri kostnaður við liúsið eingöngu. Ef viðlagasjóð-
ur lánaði 100000 kr. til byggingarinnar og tæki t. d. 4°/».
í vöxtu, og l°/0 í afborgun, væru 1000 kr. af þessari upp-
hæð sparaðar árlega; gæti hann látið sór nægja 2 lj2
% í vöxtu, og 1% í aíborgun, væru 2500 kr. sparaðar
árlega fyrir leikhúsið. Væri upphæðin, sem lánuð væri
hærri, væri enn meira. sparað.
En svo væri ekki unt að komast hjá að borga ein-
hverja stjórn á þessu leikhúsi. Leikendur, sem hafa mik-
ið að gjöra, gætu ekki stjórnað því tímans vegna, nema
þeir hættu að leika, og þeir þyrftu þá alveg eins að fá
tíma sinn og fyrirhöfn borgaða. Enn fremur væri ómögu-
legt að halda uppi leikhúsi, og stöðugum sjónleikum í
því, nema það væri unt að borga 8—10 manns (3—4
konum og 5—7 mönnum) svo háa upphæð árlega, að-
leikhúsið gæti haldið þeim lengi með þessari föstu borg-