Skírnir - 01.04.1907, Síða 58
154
Þjóðleikhús.
un, og með aukatekjum, sem þeir fengju fyrir hvert hlut-
verk, sem þeir tækju að sér. Þegar fleiri leikendur þyrfti
en hina föstu, yrði framan af að fá þá á líkan hátt og nú
er gjört.
Til þess að fá leikendur, leikstjórn, aðstoð, og nauð-
synleg leiktjöld árlega, þyrftu tekjur leikhússins að vera
24000 kr. um árið, og þá er húsið, vextir og afborganir
þar fyrir utan. Af þessum 24000 kr. mætti innan
skamms líklega fá 14000 kr. fyrir aðgöngumiða að sjón-
leikum, þó mun það verða erfitt fyrstu 5 árin, og þá
þyrfti árlegi styrkurinn til þess úr landsjóði að vera
10000 kr.
Danir veittu til þjóðleikhússins (o: kgl. leikhússins)
eftir 1870 leikhúsið sjálft ókeypis, en það kostaði 1300
þús. krónur, og 120000 krónur árlega, en þetta var
sjaldnast nægilegt, svo að árlega fjárveitingin oft varð
220000 krónur. Þessi fjárframlög svara því sem næst til
þess, að leikhúsbyggingin væri veitt í einu lagi og end-
urgjaldslaust á allan hátt, og að leikhúsinu væru veittar
úr landssjóði 10000 krónur árlega.
VII.
Líklega munu ýmsum ofbjóða slíkar kröfur, og slíkar
tillögur, og alt þetta á að setja niður í Reykjavík. Þeim
mönnum verður að benda á það, að í Reyjavík eru skil-
yrðin langhelzt fyrir hendi, að bærinn er orðinn nú höf-
uðstaður landsins, bæði að mannfjölda og öðru, að bærinn
er aðsetur stjórnarinnar, og aðsetur alþingis, sem fram-
vegis verður haldið á vetrum, á þeim tíma sem aðallega
er leikið. Enn fremur mætti benda á það, að í Reykjavík
er innheimtur einn fjórði hluti af öllum tekjum landssjóðs-
ins, þótt þær muni nú vera nálægt 1200000 krónum,
og að greiðslur bæjarins, eða ba'jarbúa, muni heldur vaxa
hlutfallslega, en fara minkandi. Naumast mun heldur