Skírnir - 01.04.1907, Síða 71
Darwinskenning og framþróunarkenning.
167
sem eiga rót sína í öðrum orsökum, geti síðan orðið dýr-
inu styrkur í lífsbaráttunni.
GIARD. — Eg get ekki samsint sumum Lamarck-
ingum um vísvitandi breytingatilhneiging. Að samlaganir
lifandi vera svara til hugmynda vorra um gagnsemi, kem-
ur af því að vér hugsum oss þær í mynd og líkingu
mannlegs hátternis; þær eiga rót sína i mörgum atvikum
í senn, er gera þær óhjákvæmilegar í ríki náttúrunnar.
Svona löguð tegund viðhelzt: Það eru þá ástæður til að
hún helzt við.
RAUH. — Það er efalaust, en þá er eftir að vita
hvort viðhaldið stafar af einhverri orsök, sem dýrinu er
.sérstaklega í vil, eða hvort það á sér eingöngu orsakir
í eðlis-efnalegu ástandi, eða í sköpulaginu. Ef svo væri,
mætti vel hugsa sér að ástæðurnar að eins 1 e y f ð u líf
tegundanna á hnettinum, án þess að styðja þ a ð,
né miða að viðgangi þess, eða jafnvel að viðhaldi þess;
því að ástæðurnar gætu verið tegundunum óhagstæðar,
þótt þær ekki riðu þeim að fullu; og þannig er þessu
einmitt farið stundum, eftir skoðun Eimers.
GIARD. — Athuganir Eimers eru mjög hugðnæmar;
en hugmyndir hans eru of einhliða. Hann hefir sýnt að
samræmi á sér stað í framþróun litanna á fiðrildum, á
eðlum, o. s. frv.; orsakir þessa samræmis eru oss enn þá
■duldar, en ekki heimila visindin oss að ætla að það stafi
af neinni eðlishvöt, er hagi skrauti lifandi vera eftir föst-
um lögum (lögfylgi).
RAUH. Þá skil eg ekki hvað skilur með þeim
Darwin og Eimer.
GIARD. — í þessu atriði um litina eins og í öllum öðr-
um, akiftir Darwin sér ekki af því hvernig breytingarnar
eru til koinnar. Ef þær verða á líkan hátt með ýmsum
flokkum, þá valda því samstarfandi lífernisatriði og svo
náttúruvalið. Eimer gerir ráð fyrir starfandi og stjórn-
andi eðlishvöt; það er gagnslaus tilgáta. I viðbót við
það sem Darwin og Eimer hafa gert, þarf að rannsaka
hvernig litirnir og niðurskipun þeirra fara eftir litarefna-