Skírnir - 01.04.1907, Síða 72
168
Darwinskenning og iramþróunarkenning.
mynduninni í líkamanum og þeim lífseðlisorsökum er
hún er háð.
RAUH. — Eftir kenningu Darwins kemur enginn til-
gangur til greina, vitandi eða óafvitandi; eftir hans kenningu
er það ekki einu sinni svo, að alt gangi því likast sem teg-
undirnirnar leituðu hagsmuna sinna. En að hans áliti er
allsherjarstjórn náttúrunnar svo hagað, að líf tegundanna
sækir í viðhaldshorfið. Þetta einkennir Darwin, annars
vegar gegn Eimer, sem telur mest um vert um hið eðlis-
efnalega ástand og um eins konar formfestu er hlutlaus
sé um hagsmuni tegundanna, og hins vegar gegn þeim
Ný-Lamarckingum sem halda að framþróunin eigi sér
orsök í tilteknum þörfum dýranna, er þau hafi meiri eða
minni meðvitund um og gefi hagsmuni þeirra í skyn, eða
að minsta kosti að hún eigi rót sína í starfi er þýða megi
í líkingu við andleg störf.
GIARD. — Það er einmitt þessi trú sem vér höfnum
í nafni Darwins og Lamarcks í senn, þessi trú á e i n s
konar formfestu, ersó óháð náttúruvalinu og ekki
er skýrð i sambandi við frumatriðin.
RENÉ BERTHELOT. — Eg hefi bent á það atriði
sem herra Rauh drap á, í ræðunni sem eg hélt áður en
hann kom, þar sem eg talaði um náttúruvalið; eg vakti
athygli á því, að í stað þess að lita á hvort breytingarnar
væru meira eða minna liagstæðar (eða ef vill
meira eða minna gagnlegar), mætti blátt áfram gera sér
þá spurningu: eru þær eða eru þær ekki s a m þ ý ð a n-
legar því umhverfi sem ufn er að tefla? Eg hvarf aftur
að þessu efni, er eg mintist á áhrif þau sem Paley og
hugmyndin um samræmið í náttúrunni hefði haft á Dar-
win. I öllu starfi Darwins kemur fram tilhneiging hans
til að líta svo á sem að eins sérstaklega gagnlegir eigin-
leikar hafi viðhaldist með lífverunum. Ef til vill er sú
tilhneiging hvergi bersýnilegii en í bók hans um það
hvernig geðshræringarnar lýsa sér í lát-
b r i g ð u n u m. Hreyfingar þær er geðshræringunum
fylgja virðast oft gagnslausar og oft jafnvel skaðlegar