Skírnir - 01.04.1907, Page 74
170 Darwinskenning og framþróunarkenning.
leikum sem orðnir eru gagnslausir eða jafnvel skaðlegir
til frambúðar; og að tegundarbreytingunni, er hvorki á
rót sína í náttúruvalinu né arfgengi áunninna breytinga,
gæti ofur vel verið svo háttað, að hún væri engu hag-
kvæmari, eða væri jafnvel óhagkvæmari lífverunni, en
það ástand sem áður var. Væri þá svo á litið sem líf-
störfunum væri tvenn takmörk sett; lágmarkið væri það
að lífveran gæti rétt að eins samþýðst við umhverfi sitt;
hámarkið væri fullkomin samlögun lífverunnar og um-
hverflsins; tegundarbreytingarnar hvörfuðu þá milli þess-
ara tveggja takmarka, svo að lífveran ýmist fjarlægðist
eða nálægðist lágmarkið.
PECAUT. — Herra Berthelot hefir sagt oss að Dar-
winskenningin hafi orðið að þoka fyrir hinni endurfæddu
kenningu ijamarcks.
En hitt er líkara, að hinar nýju veffræðisrannsóknir
leyfi oss að færa lögmál Darwins víðar heim en áður, er
skýra má samkvæmt þeim ekki að eins viðskifti einnar
veru við aðra, heldur og það sem fram fer í líkama þeirra.
Breytiþróun likamsvefjanna væri þá eitt dæmi þess hvernig
náttúruvalið verkar. Frumuhlutarnir, er sinn ætti hver
viðskiftin við umhverfið hið innra og hið ytra, tækju
hagkvæmum breytingum fyrir áhrit' náttúruvalsins.
Ef til vill er þá Lamarckskenningin ekki annað en
«inn þáttur Darwinskenningarinnar. Að minsta kosti leiða
kenningar Le Dantecs til þeirrar niðurstöðu. Lögmál
Lamarcks er, að starfandi líffæri þroskast og að iðjulaust
líffæri visnar. Eftir kenningu Le Dantecs, er líffæra-
•starfið ekkí annað en afleiðing eða öllu heldur ytra tákn
efnanýtingarinnar í líkamanum (assimilation). Móti þeirri
skoðun mælir erfikenning líffræðinnar, er telur starfið
bundið við efnaruðning (désassimilation); með henni mælir
það, að hún skýrir hvers vegna líffæri þroskast við starfið.
Hvað sem sannleik hennar liður, þá leiðir liún til
þeirrar niðurstöðu að heimfæra þróun og visnun líffæra
undir náttúruval á frumpörtum líkamsvefjanna, þar sem
sumir þeirra fá við efnanýtinguna í likamanum það sem