Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 77
Barnsmæður.
173
þingi til dauða fyrir að hafa fleygt barni sínu í Skjálf-
andafljót »og var henni að þeirrar aldarsið strax réttað«.
Feður þessara mvrtu barna eru aldrei nefndir á nafn.
Lögin leggja þeim enga ábyrgð á herðar. Almennings-
álitið sýknar þá. Og þess eru hvergi dæmi, nema í skáld-
sögum, að þeir hafi sjálflr geflð sig fram og játað að ó-
rækt þeirra við móður og barn væri eigi hvað sizt orsök
til glæpsins.
Þess var getið hér að ofan að almenningsálitið og
löggjöfin ætti mestan og beztan þátt í barnsmorðunum.
Almenningsálitið er öllnm kunnugt, það er álitin skömm
fyrir ógifta stúlku, að eignast barn. Um réttmæti þessa
álits skal engum orðum farið hér, það mundi vera með
öllu gagnslaust. Almenningsáliti verður eigi breytt nema
með löngum tíma. En löggjöflnni má breyta, ef þörf
krefur. Væri því ef til vill ekki úr vegi að athuga nán-
ara lagaákvæði vor íslendinga um óskilgetin börn og
mæður þeirra.
Reynsla allra alda heflr borið vitni um það, að föð-
urástin er sjaldan svo heit frá upphafl, að óhætt sé að
reiða sig á, að feðurnir sjái afkvæmi sínu borgið, ef þeir
eru ekki knúðir til þess af öðrum ástæðum — ást á barns-
móðurinni, hjónabandi o. s. frv. — Þess vegna eru til
fyrirskipanir bæði í gamalli og nýrri löggjöf, er ákveða,
að hve miklu leyti faðirinn sé skyldur að annast uppeldi
barns síns. — Og engum getur dulist það, að þó að for-
feður vorir væru víkingar og ribbaldar í aði'a röndina,
hafa þeir þó átt talsvert af réttsýni og mannúð í fórum
sínum. Að minsta kosti eru ákvæðin í Grágás og Jónsbók
um óskilgetin börn og mæður þeirra bæði mannúðlegri
og réttlátari en núgildandi lög. Þar með er þó ekkisagt
að þeim sé í engu ábótavant.
I Grágás (ómagabálki) segir svo: »Sitt barn skal
hver maður framfæra á landi hér. Faðir skal framfæra
bai'n sitt að tveim hlutum, móðir að þriðjungi. En ef
þau hafa félag sitt gert, þá skulu þau að slíkum hlutum
hvort framfæra ómagana, sem þau hafa te til............að