Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 81

Skírnir - 01.04.1907, Side 81
Barnsmæður. 177 á herðar, og þess utan það sem á vantar að móðirin geti unnið fyrir þeim meðlagshelming, sem lögin gera henni nð skyldu að greiða. En mér virðist þetta afarósanngjarnt. Það er að létta byrðinni af þeim herðunum, sem þrótt- meiri eru og leggja hana á hinar þróttminni herðarnar. Ef sveitin g æ f i móðurinni styrk þann, er hún þarfnast, væri öðru máli að gegna; en því fer fjarri. Móðirin verður skuldaþræll sveitarinnar, og missir þau fáu borg- aralegu og persónulegu réttindi, er hún annars kynni að hafa, t. d. rétt til að ráða vistferlum sínum, giftast o. fi. Lögunum 1890 var að mörgu leyti ábótavant, enda urðu þau eigi ellidauð. Arið 1900 voru þau numin úr gildi og nýjum lögum um meðgjöf með óskilgetnum börn- um o. fl. hleypt af stokkunum, og hafa þau gilt síðan. Lög þessi eru að miklu leyti samhljóða lögunum frá 1890, en í þeim eru ýms nánari ákvæði um meðferð á inn- heimtu á méðlagi föðursins. Akvæði 1) og 2) eru óbreytt, en ákvæði 3) er breitt þannig, að dvalarsveit móðurinnar skuli gjalda henni meðlagshluta föðursins, ef hann skýtur sér undan því, og er það talinn sveitarstyrkur til föðurs- ins. Þetta er framför, að því leyti sem það er þægilegra fyrir móðurina að snúa sér til fátækrastjórans i sinni eig- in sveit, en að leita uppi vistarsveit föðursins. í þessum lögum er eitt ákvæði, sem er augljós aftur- för. Þar segir svo: »Sannist það, að barnsfaðir hafi verið dáinn, eða farinn af landi burt, þagar meðlagið var fallið í gjalddaga, þá skal styrkurinn talinn sveitarstyrk- ur veittur móðurinni«. Við atriði þetta er tvent að athuga. í fyrsta lagi á það ekkert skylt hvað við annað að deyja og að fara af landi burt. I öðru lagi eru þess engin dæmi í íslenzkri löggjöf og þótt víðar sé leitað, að það að fara af landi burt, losi menn við að greiða skuldir sínar, og því síður uð það slíti bönd þau, er tengja börn við foreldra. Eg veit því miður ekki, hvernig löggjafar vorir hafa rökstutt þetta ákvæði, en eg get ekki betur séð en að það sé sprottið af einskærri hjartagæzku við barnsfeðurna. Lög- 12

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.