Skírnir - 01.04.1907, Page 83
Barnsmæður.
179
veittur föðurnum geti aldrei talist sveitarstyrkur veittur
móðurinni o. ti. o. fl.
Giftingum á Islandi fækkar ár frá ári, og það að
mun. Árin 1891—1900 komu árlega að meðaltali 70 brúð-
hjón á hver 10 000 manns, en árið 1904 voru þau að eins
60. Fæðingum fækkar eigi að sama skapi. Árin 1891—
1900 voru þær 3,l°/0, en 1904 3%. Það er því auðsætt,
að fleiri börn fæðast utan hjónabands en áður. Eg get
því miður ekki geflð upplýsingar um dánarmismun skil-
getinna og óskilgetinna barna á íslandi. En athugavert
er það, að hér í Danmörku fæðist hér um bil Vio öll-
um börnum utan hjónabands og af þeim deyja kornung 22
—30 af hundraði hverju. En af hjónabandsbörnum á
sama aldri deyja að eins 10—11 af hverjum hundrað.
Og tiltölulega afarmikill hluti glæpamanna og lauslætis-
kvenna er fæddur utan hjónabands.
Eg býst við, að hlutfallið sé ef til vill svipað á Is-
landi, þótt í minna mæli sé.
Frumvarp það, er getið var um að nú lægi fyrir
rikisþinginu hér, er upprunalega komið frá þjóðfélagi
danskra kvenna (dansk Kvindesamfund). Smá breytingar
hafa verið gjörðar á því í ráðaneytinu, en það er þó af-
armikil umbót á núgildandi lögum. Þvi heflr verið tekið
einkar vel í rikisþinginu, og verður vafalaust samþykt.
Eg treysti því að þing vort og stjórn láti okkur Is-
lendinga ekki verða eftirbáta Dana í þessu máli. Við
erum svo fámeunir, að við megum engan missa úr hópn-
um. Og þjóðfélagið ætti að álíta það skyldu sina að búa
sem bezt í haginn fyrir hvern einstakling af hinni upp-
vaxandi kynslóð, hvort sem hann er karl eða kona, skil-
getinn eða óskilgetinn.
Það mun borga sig.
Kaupmannahöfn í des. 1906.
Björg Þ. Blöndal.