Skírnir - 01.04.1907, Síða 91
Hitt og þetta.
187
Jón SigurSsson; hann gerir svo vel að skrifamérum allt hið merki-
legásta sem ferr framm, og sendir mér þar að auki alþingistíðind-
in. Enu fremur em eg einn af kaupendum Þjóðólfs, svo að eg má
heita vel byrgur að íslenzkum fréttum. En því miður get eg varla
skrifast á með vinum mínum úti á Islandi, nema með þeim fáum
sem skilja þ/zkuna, svo að eg geti skrifað þeim á þ/zku, en þeir
svari mér á íslenzku; það er óvinnandi, að tala eða skrifa útleuzkt
mál þar sem maður á ekkert tækifæri til þess að iðka það svo að
árum skiptir. Eg voua mér fyrirgefningar hjá Yður alls þess er
mér mistókst í þessu bréfi; það er fornt orö, að enginn kveður
betur enn hann kann.
Loksins leyfi eg mér að biðja Yður að bera kveðju mína konu
Yðvarri og börnum, samt nábúum Yðvarum, Jóni Þórðarsyni í
Eyvindarmúla og Páli Sigurðssyni á Arkvörn, þar að auki séra
Skúla Gíslasyni, ef Yður gefst færi til þess, og óska eg Yður og
öllum YSar ástvinum allra heilla.
YSar skuldbundinn trúr vinur
Konráð Maurer.
Gömul þjóðtrú.
I.
1. »Ef heiðbjart er og himinn klár
á helga Pálusmessu,
mun þá verða mjög gott ár,
mark skalt hafa á þessu.
2. Ef að þokan Óðinskvon
y á þeim degi byrgir,
fjármissi og fellisvon
forsjáll bóndinn syrgir.«
Frá 1840 til 1900 (60 ár) var hér á suðurlandi »heiöbjart
veður og himininn klár á Pálsmessu 8 sinnum. Þar af vóru 5
góöæri og 3 meðal ár, ekkert harðæri.