Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 96

Skírnir - 01.04.1907, Page 96
192 Erlend tiðindi. nema á Frtkklandi 4/5 að jafnaði. Ekki hefir neitt sögulegt gerst á þingi enn. ÞaS hófst 24. maí. Þingi var slitið í Danmörku laust fyrir sumarmál við lít- ínn orðstír. Flest meiri háttar mál höfðu fallið í valinn. Stjórnin hafði reynst einurðarlítil við landsþingishöfðingjana og atorkusmá, .hopað á hæli fremur en hitt; og gengur vegur hennar mjög til þurðar. — Bændaóeirðir hafa verið í vor allmiklar suður í Rúmeníu, vegna höfðingjavaldskúgunar þar og auðmanna. — Enn er uppreistarófriður í M a r o k k o, til mikillar mæðu 'Spánverjum, sem eiga að gæta þar friöar með soldáni í umboði Norðurálfuríkja. — Þjóðveldin í Mið-Ameríku hafa ázt ilt við, sem oftlega endranær. — Spánarkonungshjónunum ungu fæddist sonur í vor frum- getinn, og þóttu það mikil fagnaðartíðindi þar í landi. — Fyrirhugaður friðarfundur í Haag hófst í miðjum þ. mán., fjölsóttari en fyrra skiftið (1899). — Blaðamannakynnisför var gerð í vor frá Englandi til Þ/zka- lands og þaðan til Danmerkur, með miklum virktaviðtökum og vinsemdar af keisara og öðrum höfðingjum, svo og alþjóð manna. 27/6 1907. B. J.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.