Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 9

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 9
Björnstjerne Björnson. 105 Jeg vælger mig april, fordi den stormer, fejer, fordi den smiler, smelter, fordi den kræfter vælter, — i den blir somren til! Það má óhætt segja, að Björnson hafi átt góðan þátt í að steypa hinu gamla, ryðja því úr vegi. En hins má heldur eigi dyljast, að hann vann manna mest að því að reisa hið nýja á rústunum. Hann leggur grundvöllinn að nýrri þjóðlegri iist, eða réttara sagt þjóðlegum stíl í skáldskaparlistinni. Hann var þá þegar, á öndverðum stúdentsárum sínum, að þreifa fyrir sér, að leita sér að yrkisefni og yrkissniði, þótt dult færi. Stúdentafundur Norðurlanda hinn mikli í Uppsölum árið 1856 vakti hann loks að fullu til meðvitundar um köllun sína og hleypti honum af stað. Hann einsetti sér að verða skáld — og þá auðvitað þjóðskáld! Hann fiýtti sér heim, settist niður, samdi og hreinritaði leikritið »Milli bardaganna« á hálf- um mánuði, tók síðan saman dót sitt, sté á skip og hélt til Kaupmannahafnar. Þar samdi hann skáldsöguna »Sig- rún á Sunnuhvoli«. Þetta voru fyrstu skrefin á leiðinni. Það er altítt að skáld og listamenn eigi við ýmsa erfiðleika að stríða framan af æfinni og stundum alla æfi. Lífsleiðin er oft þyrnum stráð og langt að bíða fullrar viðurkenningar. Eigi var því svo háttað um Björnson. Það þótti sýnt af hinum fyrstu ritum hans, að nýtt skáld var risið upp með Norðmönnum, og það meiri háttar. Að vísu átti hann fyrir sér langt þroskaskeið; styrkurinn og gáfan óx með hverju riti. En viðurkenning hlotnaðist honum þegar í stað. Bar margt til þess og það eigi sizt, að ritstíll hans var einkennilegur og ólikur því, er áður höfðu menn vanist. Hann er bersýnilega í ætt við sögu- stílinn forna, setningarnar stuttar og kjarnyrtar. Og þótt skáldlegri töfrablæju sé brugðið yfir sveitalifið, er hann lýsir í hinum fyrstu sögum sínum, þá eru persónurnar að eðli og háttum lifandi eftirmynd bændalýðsins með öllum séreinkennum þjóðarinnar, en þetta hafði áður helzt þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.