Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 5
Steingrímur Thorsteinsson. 5'
.. . : . ^ ' ■'
sem þau er yfir örlögstranm
í elsku takast höndum.
Og lýsingin á héraðinu hefir orðið auðugri og dýpri ein-
mitt við það, að skáldið hefir líka skynjað það með aug-
um og eyrum Gunnlaugs bæði þegar hann stóð
í þessum hliðum, hrifinn ást,
á heiðnum aftni kyrrum
og síðar, þegar hann
sá ei framar sælan dag
und salnum dimmra fjalla.
Þau verða fá skáldin sem gera söguminningarnar betur
samróma við söng náttúrunnar, en Steinyrímur í Gils-
bakkaljóðum.
Eg held að Steingrimur hafi húið til orðið »bliðskáld«.
Hann var sjálfur blíðskáld, barnslega hlýr og inni-
legur. Sum ljóðin hans eru eins og andvari, er ber með
sér ilm af blíðri þrá og söknuði. »Hvert svífið þér svanir
af ströndu«, er eitt af þeim kvæðum, og svo eru sum
ástakva ðin eða ástaminningarnar, t. d. »Skógarsjónin«,
sem mér finst alt af vera eitt hið fegursta kvæði. Fáir
hafa kveðið af meiri lotningu fyrir kvenlegri æskufegurð,.
og mikil umhyggjusemi er í þessu:
Þá Ijósu tjörn þess láns eg bað að njóta,
Að lengi meyjan fagra sæti þar,
Og morgunvindinn bað eg, ei að brjita
Hið bjarta gler, sem hennar ímynd bar.
Leitun er á fegri orðum um stúlku en vísunni:
Helgast það sein horfir á
Þitt himinfagra auga,
Synd i lindum sjóna b)á
Sig mætti hreina lauga.
Og elskuleg er gletnin í vísunum: »Verndi þig englar«. En
hann gat líka lýst vonbrigðum og söknuði: »Æfllangt
þinn skuggi mun hvíla’ á minni sál«, býst eg við að lifi
meðan konur bregðast mönnum.
Forfcður vorir, er sögurnar rituðu, lýstu mönnum með
nokkrum vel völdum orðum. Um Njál er sagt að liann
var »vitr ok forspár, heilráðr ok góðgjarn, hógværr ok