Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 62
62
Hvar er Lögberg hið forna?
þingi ekki þekt nema í ýmsum afskriftum, en hin síðari
var óþekt. Fyrri búðaskipunin var samin og skrifuð 1700'
af Sigurði iögmanni Björnssyni; um það fer dr. Jón Þor-
kelsson þessum orðum: Það getur enginn vafl á því ver-
ið, að catastasis frá 1700 er eftir Sigurð lögmann sjálfan,.
en ekki eftir Pál Vídalín, eins og sumar afskriftir geta
til. Sjálfur var Sigurður vel að sér í sögu landsins og
ættfróður, og heflr hann haldið spurnum fyrir gömlum
munnmælum um búðirnar á Þingvöllum eftir að hann
varð lögmaður«]. I búðaskipuninni frá 1700 er þessi
grein: »Krossskarð: hvar í forðum stöð vigður kross [eirn
eða tveir er upp undan Lógrett | une næsta skarð fyrir
norðan Snorrabuð; hæð krossins var epter | hæð Olafs
kfonungs] Tryggvasonar og Hjallta Skeggjasonar. En
hleðsla | þar í mille a giárbarmenum var áður fiörðungs-
döma þingstaður | ^1). Það sést af þessu, að á 17. öld
hefir það verið, að líkindum almenn, sögn, að fjórðungs-
dómur hafl verið á þeim stað, er þeir segja nú að Lög-
berg hafi verið2). (Sjá hér að framan neðanmáls [bls. 55]).
Um það, hvor staðurinn sé hentugri, gjábarmurinn
eða Lögberg, til þeirra starfa, er áttu að framkvæmast á
Lögbergi, fer Olsen þessum orðum: »Næst kemur til at-
hugunar, hvor staðurinn sé hentugri flrir þær athafnir, sem*
áttu fram að fara að Lögbergi. Að Lögbergi fóru fram
allar lísingar, sem almenning vörðuðu, þar sagði lögsögu-
maðurinn upp lög og nímæli og lögréttu leifi, — það var
auglísingastaður þingsins, það er nú auðsætt, að þessar
athafnir gátu ekki farið fram á afviknum stað, heldur var
staðurinn því hentugri, sem hann var nær miðju þingstað-
arins, þar sem flestir gátu heirt lísingarnar. í fjölmenn-
um bæ mundi enginn festa upp auglísing, sem alla bæ-
jarbúa varðaði, í útjaðri bæjarins, heldur sem næst miðj-
unni, þar sem umferðin væri mest. Líkt stendur á að
því er Lögberg snertir. Hraunriminn milli gjánna er
*) Sama stað, bls. 45.
’) Seinni búðaröðin 1735 nefnir að eins seinni manna búðir, ea
ekki Lögberg.