Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 57
Hvar er Lögberg hið forna?
57
þrem megin envirkisgarðreinummegi n«r
«Þessi lising á staðnum«, segir Olsen, »á mæta vel við
hraunrimann milli gjánna, sem menn kalla Lögberg«. Það
er að vísu rétt að lýsingin á við Lögberg að því er gjárn-
ar snertir, en ekki virkisgarðinn. Því eftir lýsingu Sig-
urðar Vigfússonar, er þar ekki minsti vottur fyrir leifum
af virkisgarði, en á þeim stað, sem hann hélt að Byrgis-
búð liefði verið, fann hann merki fyrir virkisgarði, að
hann hélt, augljós merki fyrir grjóthleðslu, auðsjáanleg
mannaverk.1) Það verður ekki annað séð en lýsingin í
Sturlungu eigi því alls ekki við Lögberg en einmitt við
þann stað þar sem Sigurður áleit að Byrgisbúð hefði ver-
ið, og ef gætt er að orðalaginu í Sturlungu á undan þeim
orðum, er Olsen tilfærir, þá virðist þar koma líka sönn-
un, orðin eru þessi: »Þeir færdu dominn austr a hraunit
hia Byrgisbud«.2) Haíi þeir verið á völlunum í þetta sinn,
þá hefðu þeir líklega ekki sagt austur á Lögberg sem er
þaðan í suður. Það styður líka þá skoðun ummælin í
Sturlungu 5. þ. 7. k., þar sem sagt er frá því er flokkur
Snorra Sturlusonar reið á þing. Þar segir svo: »ridu þeir
Þordr ok Bödvar fyrir med flokk sinn, en er þeir kvamo
á völluna efri, sneru þeir vestr med rauninu, var Sighvatr
þá kvaminn ok sat flokkr hans fyrir sunnan völluna á
rauninu«. Af þessu má sjá að ólíklegt er, að þeir hefðu
sagt austur á Lögberg, sem er í suður, eins og áður er
sagt. Það eru því ekki vel skiljanleg þessi ummæli Olsens:
»lísingin í Sturlungu er ekki svo greinileg að hún taki af
öll tvímæli, og þvi síður sker Njála úr þessu, þar sem hún
talar um Byrgisbúð«.
Það er sagt í Njálu þegar Asgrímur og Gissur riðu á
þingið: »Riðu þeir á völlu hina efri ok fylktu öllu liði
sínu ok riðu svá á þing. Flosi ok menn hans hljópu þá
til vápna allir, ok var þá við sjálft at þeir myndi berjast
enn þeir Asgrímr ok þeirra sveit gerðist ekki til þess ok
Árb. f. 1880—81, bls. 8.
2) Storlunga 1. þ. 18. k.