Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 7
Steingrímur Thorsteingson. 7
06S þá hin g'r»na geymir fold
Og gleymt er þetta ljóð,
f>á fegri mun' vor fósturmold .
Og frjálsari vor þjóð.
Yfir því gladdist hann, því honum var yndi að starfa í
víngarði þjóðar sinnar, þó hún kynni að gleyma honum,
■og hann elskaði nýgræðinginn.
Og hann var langsýnn og langminnugur, því hann
ferðaðist dag hvern í heimi bókmentanna, fornra og nýrra.
Hugur hans var ekki bundinn af þeim kotungsskap er
hann sá í kringum sig, hann hafði aldrei »asklok fyrir
himin«, og hann lét ekki kuldann og élin að utan kæla
í sér hjartað eða loka augum sálar sinnar. Hann kvað:
Vér eigum sumar innra fyrir andann,
Þá ytra herðir frost og kyngir snjó.
I þvi sumri dvaldi hann, og úr sólskinslöndum heimsbók-
mentanna hefir hann fært þjóð sirmi mikið blíðviðri. Eg
á þar við þýðingarnar hans. Þær eru ekki lít-
ið þrekvirki. Fyrst öll kvæðin sem hann hefir þýtt eftir
mörg beztu skáld heimsins. Hve mikið verk það er, mundi
bezt sjást, er þau kvæði væru komin saman í eina bók.
Eg hygg það yrðu að mista kosti ein tvö bindi á stærð
við ljóðabókina hans. Hann ætlaði, ef honum hefði enzt
.aldur til, að verja æflkvöldi sínu meðal annars til þess að
safna ljóðaþýðingum sínum og gefa þær út. Og það er
verk sem skylt er að vinna sem allra fyrst. Þar er mik-
ill andans auður saman kominn; margir Islendingar mundu
þar finna sín uppáhaldskvæði og margar af þýðingunum
eru listaverk. Allar bera þær vott um elju og vandvirkni
þýðandans, viðieitni hans að skila óbrjálaðri hugsun
höfundarins í fögrum íslenzkum búningi.
Þýðingar Steingríms í óbundnu máli eru mörg bindi
og stór, ef alt er samanlagt: Þúsund og ein nótt, Saga
hinna tíu ráðgjafa, Sakúntala, Sawitri, Nal og Damajanti,
Pílagrimur ástarinnar, Undína, Þöglar ástir, Róbinson
Krúsóe, Æfintýri Andersens, Lear konungur, Dæmisögur
Esóps, Goðafræði Stolls, þýðingarnar í Nýrri sumargjöf,