Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 94
94
Ritfregnir
sækja kirkju og draugaprestur boðar þeim trú og afturhvarf.
Honum er svo lýst þar sem hann stendur fyrir altarinu:
Það er sem skuggi þar inni stæði
er mánaljós hefði í messuklæði.
En því eru þessir drangar á sveimi og því ganga menn aftur?
Garborg segir eins og andatrúarmennirnir, að hugurinn só svo
bundinn við jörðina að þeir geti ekki slitið sig frá henni.
Eins þeirra kvörtun er óttafull:
að stolið hafi hann grafið gull.
Svo seiði það nú hans sálarþrótt,
að hann verði að telja það hverja nótt.
Draugapresturinn flytr afturgöngunum þann boðskap að þær
skuli óðar losna við þetta gleðisnauða flækingslíf er hugurinn hverfi
frá öllu hór á jörðunni, en fæstar geta fengið sig til þess.
Þá er sagt frá hreinsunareldinum, þessu mannúðlega
millibilsástandi milli himnaríkis og helvítis, sem Lúther vildi ekk-
ert úr gera. Hann er bál mikið sem leikur við skýin og margir
eiga leið þangað.
í eldinn falla menn eins og regn,
en fáum einum er fært í gegn — —
Ókjör breuna af konum og körlum
sem moð það, er hent er úr hesthússtöllum.
En því Ienda menn í hreinsunareldinum 1 Þangað fer fólkið
með innantómu höfuðin, sem aldrei datt neitt gott í hug, aldrei
vann sór neitt til ágætis og aldrei hugsaði um annað en sjálft sig:
Það hafa þeir sálarauðsins eitt:
Auladóm, hógóma og ekki neitt.
Sumir eiga afturkvæmt úr hreinsunareldinum, þeir sem geta
bætt ráð sitt og orðið að nýjum og betri mönnum. Flestir brenna
til agna:
Ónýtisrusl til ösku brennur,
sem aldregi neins var til.
En þó eru þeir ekki fáir sem ekki er einusinni haft svo mikið
við að vista þá í hreinsunareldinum. Garborg heldur að svo só
um margar skatt- og fríðleikskonur! Þær deyja með öllu við and-
látið, eru eiginlega sálarlausar: