Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 30
«J0 Dönsk barátta nm andlegt frelsi
gæti va-rðað embættisafsetning — aðrir eins menn eins og,
til dæmis að taka, dönsku biskuparnir Mynster og Mar-
tensen, danski presturinn og skáldið Chr. Richardt, norski
presturinn og kverhöfundurinn Klaveness, og margir fleiri,
sem höf. tilgreinir.
Ef til vill er mest vert um síðustu blaðsíður bókar-
innar; þar greinir höf. fagnaðarboðskapinn sundur. Eg
veit ekki, hvernig guðfræðingar kunna að líta á það mál,
en í mínum leikmanns-augum gerir höf. þar að umræðu-
efni eitt af helztu atriðum nýju guðfræðinnar — ef ekki
meginatriðið. Nýja guðfræðin gerir að sjálfsögðu mikinn
mun á gildi Gamla Testamentisins og Nýja Testamentisins
fyrir trúarlíf kristinna manna. En hún fer lengra. Hún
gerir lika mikinn mun þess, sem í Nýja Testamentinu
stendur. Skiftingin fer eftir því, hver boðskapinn hefir
flutt. Öðrumegin er það, sem prófessor Harnack — mað-
urinn, sem víst hefir skýrt þetta atriði allra manna bezt
— nefnir »hinn fyrri (eða upprunalega) fagnaða.rboðskap«.'
Það er sá boðskapur, sem Jesús frá Kazaret hefir sjálfur
flutt. Hinumegin er »siðari fagnaðarboðskapurinn« — það
sem postularnir og aðrir höfundar Nýja Testamentisins
hafa kent u m Jesúm frá Nazaret. Boðskap Jesú sjálfs
vill nýja guðfræðin setja öllu hærra. I eiginlegum skiln-
ingi vill hún ekki binda menn við neitt annað en hans.
kenningu.
Þetta efni útlistar A.-R. íyrirtaks vel, og víða er þar
ágætlega vel að orði kveðið. Hér er ekki rúm til þess
að gera frekari grein þeirrar útlistunar. Eg verð að láta
mér nægja að tilfæra ummæli höf. um það, hver áhrif
mundu verða af þessari »takmörkun« (bls. 135—6);
»Að öllum jafnaði hefir takmörkunin það i för með
sér, að þrengra verður um mann; hugsanafestan getur að
sönnu orðið meiri, og krafturinn lika, en hugsanasviðið
og sjóndeildarhringurinn þrengist. Bindi menn sig við
einhvern kirkjumann eða einhvern kirkjulegan flokk, eru
shkar skorður nálega sjálfsagðar.
»Ætli afieiðingarnar verði nú þær sömu af því að