Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 86
86
Hæð íslendinga.
Við mælinguna notaði eg horn og óbrotinn metrakvatða og
mældi í millímetrum. Enginn var kryplingur af þeim er eg mældi.
Mælingarnar voru þannig, og er aldurinn talinn eins jg áður:
Aldur Alls Hæð í sentímetrum.
mældra mældir Meðaltal Hæstir Lægstir
16 ára 2 167,8 168,9 166,7
17 — 6 170,5 175,7 164,4
18 — 8 171,4 180,9 165,0
19 — 9 171,4 177,4 161,3
20 — 9 173,9 182,7 168,5
21 — 11 173,2 177,3 169,4
22 — 7 171,9 179,8 163,6
23 — 8 175,7 181,2 169,8
24 — 7 173,9 180,3 162,8
25 — 3 168,0 171,1 165,7
26 — 5 173,0 178,9 164,0
27 — 6 170,8 179,9 163,0
28 — 4 170,4 172,9 168,1
29 — 3 169,7 177,0 165,7
30 — 2 168,8 172,6 164,9
31 — 0
32 — 1 187,9
33 — 1 166,0
34 — 0
35 — 0
36 — og eldri 19 171,5 180,0 162,7
Af því að hór er um svo fáar mælingar að ræða, skal ekki farið
út í samanburð á hæð okkar og erlendra þjóða, enda litur út fyrir
að mælingar okkar séu yfirleitt of háar. Getur það ef til vill or-
sakast af því, að tiltölulega flestir af þeim, er mældir hafa verið,
hafi verið af efnuðu fólki komnir, sem hefir séð sór fært að láta
syni sína ganga skólaveginn, en færri af sonum vinnumanna, verk-
manna og fátæklinga, er við þrengri kjör eiga að búa, og því geta
álitist minui vexti.
Af þeim 28 námsmeyjum, er mældar hafa verið í Mentaskólan-
um, eru til 80 mælingar á ýmsum aldri frá 13 til 19 ára.
Er hæð þeirra þessi: