Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 31
Dönsk barátta um andlegt frelsi.
31
binda sig við Krist einan? Nei, þeirri takmörkun
fylgir aukið hugsanasvið, stærri sjóndeildarhringur, lausn
frá þröngsýninu, smásálaiskapnum og auvirðileikanum. Og
hvernig ætti þessu að vera annan veg háttað, ef Goethe
hefir haft rétt að mæla, þegar hann sagði: ’Hvað langt
sem andleg menning kemst, hvað langt sem náttúruvís-
indin kunna að geta þanið sig, og hvað djúpt sem þau
kunna að geta grafið, á hvað miklu sem mannsandinn
kann að ná tökum, þá kemst hann þó aldrei lengra en
að hátign og siðferðismenningu kristindömsins, eins og
hún tindrar og ljómar i guðspjöllunum’. Hjá Kristi erum
vér á hæstu tindunum.
»P. Madsen heitinn biskup leyfði sér að sýna um-
mælum mínum lítilsvirðing, og fyrir það var honum klapp-
að ákaft lof í lófa; honum fórust svo orð: ’Með þessum
hætti verður auðvitað hátt undir loftið og mikið rúm
innanveggja; því að alt verður loftkent og óákveðið’. Eg
leyfi mér að endurtaka hér ummæli mín. Þau voru þessi:
Kynnið ykkur vandlega fagnaðarhoðskapinn, og þá mun-
uð þið komast að raun um þetta: Það er engin kreddu-
kirkja, sem Jesús vildi. Hann vildi guðsríki, bræðralagið.
Hann sagði: Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og
fyrirgefum vorum skuldunautum. I þessu vottar ekki
fyrir neinni kreddu, en bræðralagið er þar tvítekið.
Hann boðaði oss föður; og kærleikur þess föður er eins
og faðmur himinsins, hann nær út yfir alla jörðina, —
hann boðaði oss föður, sem lætur sól sína renna upp alveg
eins yfir vonda menn eins og góða, föður, sem heimtar
sama hugarfar af öllum börnum sínum. Og alveg skil-
yrðislaust, fyrirvaralaust vísaði hann þeim öllum til vist-
ar í guðsríki, sem hafa í sál sinni eldsloga hugsjónanna:
þeim, sem hungra og þyrsta eftir réttlætinu, hógværum,
hreinhjörtuðum, miskunnsömum, friðfiytjöndum, þeim, sem
ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir. I þvi húsi, sem hann
reisir, er eins hátt undir loftið, eins og kærleikur guðs
nær, og rúmið er eins mikið innan veggja, eins og bræðra-
þelið nær í veröldinni«.