Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 23
Dönsk harátta nm andlegt frelsi.
23
sem eingöngu yæri að tefla um nokkurn skoðanamun í
hópi guðfræðinganna, sem ekki skifti leikmenn miklu máli.
Síra Arboe-Rasmussen sótti hið mikla trúmálaþing
frjálslyndra guðfræðinga, sem háð var í Berlín 1910. Svo
virðist, sem áhrifin af því þingi hafi ýtt honum áfram til
enn ósleitilegri starfsemi en áður í þarfir frjálslyndisins.
I desembermánuði s. á. flutti hann í einu danska stúdenta-
félaginu erindi um kreddukirkjuna og leiðina, sem kom-
ast verði áfram. Umræður urðu á eftir erindinu, og sum
andmælin hvöss. Eftir á komst öll danska kirkjan í upp-
nám. Arboe-Rasmussen var kærður fyrir biskupunum.
Rannsókn fór fram í máli hans. Blöðin tóku að deila
um hann. Stór flokkur manna krafðist þess, að honum
væri vikið frá. Ekki samt nærri því allir þeir, sem halda
vilja fast við kreddur kirkjunnar. Flestöll kirkjublöðin
voru því mótfallin. Einkum voru það heimatrúboðsmenn,
sem reyndu með öllum ráðum að fá hann rekinn, og samt
voru þeir ekki allir sammála. Prófastur hans studdi hann
alt af. Og söfnuður hans fylgdi honum dyggilega, nærri
því óskiftur. Kirkjumálaráðherrann, Appel, var ófús til
örþrifaráða; enda var hann Grundtvigsmaður, og Grundt-
vig hafði haldið fram kenningarfrelsi presta, og að þeirn
yrði ekki vikið frá með réttu, meðan söfnuðirnir væru
ánægðir með þá. Eftir 18 mánaða hugleiðingar var málið
útkljáð að sinni með þeim hætti, að guðfræði Arboe-Ras-
mussens var að sönnu ekki viðurkend, en biskup hans
lýsti yfir því, að sjálfur væri A.-R. kristinn maður »á
grundvelli þjóðkirkjunnar«. Og samkvæmt þeirri yfirlýs-
ing var honum ekkert frekara gert það skiftið.
En andstæðingar hans voru alt annað en ánægðir.
Þeir stofnuðu »kirkjulegt landsfélag til þess að vernda
mikilsverðustu hagsmuni kirkjunnar« (Kirkeligt Lands-
forbund til Værn om Kirkens Livsinteresser), og það félag
heíir alt af haft það takmark fyrir augum, að fá A.-R
rekinn frá embætti. Og, að því er virðist, fyrir fram-
göngu þess félags hefir deilan nú gosið upp af nýju, öfl-
ugri og ísjárverðari en nokkuru sinni áður.