Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 44
44
Hvað er danðinn?
skynja með liti? Um alt þetta getum við ekkert vitað
með vissu, segir höf., en gæti það tekist að verða var við
svip einhvers, er látinn væri fyrir nokkrum árum, þá, og
ekki fyr, væri sönnun fengin fyrir því, að sálin væri ekki
háð líkamanum, að hún væri frumleg en ekki afleidd, að
hún gæti lifað, nærst og þroskast án líkamans. Og þá
væri fengin von um að ráðin yrði einhver flóknasta
lífsgátan.
Enn áem komið er virðist höf. allar andavitranir ekki
bera vott um annað, en ef til vill um eitthvert millibils-
ástand. Og, segir hann, ef maður á að leggja nokkurn
trúnað á þær, þá sanna þær einungis það eitt, að einhver
tegund af endurminningu sjálfra vor — eða einstaklings-
vitund vorri — getur dvalist hér eftir dauða vorn, rót-
laus og slitin af stofni, og sveimað hér og hvar í auðum
geimnum, þar sem hún enga næringu getur öðlast, og
veslast því smám saman upp, en að sérstök öfl, er búa í
góðum miðlum geta náð tökum á henni — seitt hana til
sín — stund og stund í senn.
Höf. er því fastur á því, að enn sem komið er séu
engar sannanir fengnar fyrir framhaldi lífs eftir dauðann
með óbreyttri einstaklingsvitund.
Þá er þriðji möguleikinn: líf eftir dauðann án nokk-
urrar sjálfsmeðvitundar.
Ekki væri neitt að óttast, ef svo væri, segir höf.
Líkaminn deyr og leysist sundur og getur aldrei þjáðst
framar. Og sál vor — hugarlíf vort — slokknar út af,
dreifist og verður að engu í ómælisgeimnum.
Þetta ástand væri hin eilífa hvíld, er margir hafa
þráð, ómælis-svefn, án andvöku, án endurvakningar og
án drauma.
En höf. er ekki trúaður á, að þessi eilífi svefn sé
örlög vor. Enda þótt hann telji litlar líkur til þess,
að vitund vor geti haldist ó b r e y 11, virðist honum þó
enn minni líkur til, að undirvitund vor geti sloknað,
orðið að engu. Því hún sé ekki annað en partur af al-
heimsvitundinni.