Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 25
Dönsk liarétta um andlegt frelsi.
25-
hann fengi embættið, að láta málið til 8Ín taka. Hann
krafðist þess, að ný umsögn um A.-K. yrði heimtuð af
biskupi hans, Poulsen í Vébjörgum. Þá umsögn lét Poul-
sen líka frá sér fara. Biskuparnir hafa ekki birt hana,
hvernig sem á því stendur. En heimatrúboðspresturinn
H. Eoch notaði tilefnið til að gera allsvæsna árás á
Poulsen biskup, og krafðist þess, að hann segði af sér
embætti, af þvi að hann hafði áður lýst því yfir um A.
R., sem frá er skýrt hér á undan. Ekki mæltist samt
sú heimatrúboðs-árás vel fyrir, og biskupinn fékk sam-
úðarávarp frá 90 af þeim 100 prestum, sem eru í bisk-
upsdæmi hans. Wegener lét það líka berast út, að yrði
A.-R. veitt embættið, mundi hann neita honum um inn-
setningarbréf. Og hann átti sjálfur tal við sóknarnefnd-
ina í Vaalse, og áminti hana alvarlega um, að gera sér
grein þeirrar ábyrgðar, sem á herðum hennar lægi.
En safnaðarstjórnin lét þetta ekki' á sig fá. Hún
setti A.-R. efstan á skrá með 3 atkv. gegn 1. Og rétt um
sama leyti gaf A.-R. út nýja bók: »Um trúarjátninguna
og prestaheitið«, sem minst verður á nákvæmara siðar i
þessari grein. Sú bók var notuð til þess að herða á mót-
spyrnunni gegn A.-R. Mótstöðumenn hans virðast líta
svo á, sem þar hafi þeir fengið aðalvopnið gegn honum í
hendur sér.
Nú var búist við því, að A.-R. mundi verða veitt
embættið. Mönnum var kunnugt um, að kirkjumálaráð-
herrann var hans megin, og að hinir ráðherrarnir voru
eins skapi farnir. En Wegener tók að þinga um málið
við kirkjumálaráðuneytið og fékk með því dregið það á
langinn. Hann tilkynti í embættisnafni, að hann mundi
neita A-R. um innsetningarbréf, ef honum yrði veitt em-
bættið. Ráðherra sat við sinn keip — lét biskup skilja
það, að færi hann svo að ráði sínu, mundi mál verða
höfðað gegn honum. Ostenfeld Sjálandsbiskup lét eitt
blaðið spyrja sig um málið og ummæli hans voru tölu-
vert einkennileg. Um afstöðu A.-R. til þjóðkirkjunnar
talaði liann svo gætilega, að cnginn gat orðið þess vísari,