Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 28
28
Dönsk barátta um andlegt frelsi
einum héraðsfógeta; því næst fyrir nokkurs konar yfir-
dóm; í lionum eru Vébjarga-biskup og Vébjarga-stiftamt-
maður; og loks fer málið til hæstaréttar.
Andstæðingar A.-R. tóku þessu með miklum fögnuði,
sendu meðal annars biskupunum símskeyti hvaðanæfa og
þökkuðu þeim íyrir, að þeir hefðu »haldið uppi rétti og
æru kirkjunnar«. Og nokkurir heimatrúboðsprestar í
Khöfn tóku að nota eina helztu kirkju höfuðstaðarins til
æsingafunda um málið, sem að maklegleikum hefir mælst
illa fyrir og vakið hneyksli.
II.
Hvað er það þá, sem Arboe-Rasmussen prestur hefir
til unnið? Eins og getið var um hér að framan, gaf
hann út bók í sumar um trúarjátninguna og prestabeitið.
Og sú bók hefir sérstaklega verið gerð að tilefni til árás-
anna á hann. Eg ætla að reyna með fáeinum orðum að
gefa lesendum Skírnis hugmynd um, í hverja átt hugsan-
irnar stefna í þeirri bók.
Fyrsti kaflinn er um postullega trúarjátning. A.-R.
sannar, auðvitað ekki frá eigin brjósti, heldur af undan-
gengnum vísindalegum rannsóknum, að kenningin um það,
að hin svo nefnda postullega trúarjátning hafi verið tekin
saman af Kristi eða postulunum, sé fjarstæða; trúarjátn-
ingih hafi ekki orðið til í þeirri mynd, sem hún er nú,
fyr en á 5. öld.
Auk þess sannar hann með fjölda af tilvitnunum, að
kirkjudeildirnar hafa lagt í hana töluvert mismunandi
skilning, svo að þó að menn játi hana eins og hún er nú,
getur mikið vantað á, að menn séu í raun og veru sam-
mála um þau atriði, sem hún tekur fram. Hún verður
fyrir því í raun og veru ekki e i n trúarjátning, heldur
margar, eftir því, hver skilningur cr í hana lagður. Setn-
ingar hennar séu mjög fjarri þvi að vera það ciningarmerki
kristninnar, sem oft hafi verið talað um. »Þar á móti
fara þær með mennina út á margvíslegustu leiðir. Svo
hefir farið i kirkjunni. Og svo mun enn fara á ókomn-