Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 104
104
ísland 1913.
riðlaðist aftur sú flokkaskipun, setn komist ;hafði á á aukaþinginu
árinu áður. Samkomulag varð um það, að hreyfa ekki við sam-
bandsmálinu á þessu þingi. En frumvarp um breytingar á stjórn-
arskránni náði samþykki. Er það í aðalatriðunum líkt frumvarpi
því, sem samþykt var 1911. Kosningarróttur er mjög aukinn, kon-
um veittur hann til jafns við karlmenn og svo vinnufólki bætt
við, en þó með þeirri takmörkun, að í fyrstu er kosningarróttur
þeirra, sem fá hann með þessari breytingu, miðaður við 40 ára
aldur, en síðan lækkar aldurstakmarkið með hverju ári um eitt ár,
svo að breytingin er fyrst að öllu leyti komin í kring að 15 árum
liðnum þannig, að kosningaróttur allra miðast þá við 25 ára aldur.
Konungskosningar eru afnumdar og skulu þeir 6 þingmenn, sem
áður hafa verið konungkjörnir, kosnir með hlutfallskosningum um
land alt. Ákvæðinu um flutning íslenzkra mála fyrir konungi f
ríkisráðinu var nú breytt þannig, að í frumvarpið var sett, að
málin skyldu flutt fyrir konungi þar, sem hann ákvæði. Hefir
konungur lýst yfir, að hann staðfesti þetta frumvarp, ef það nái
samþykki aukaþings 1914, en jafnframt skýrt frá, að hann geri
þá ákvörðun einu sinni fyrir alt með kouungsúrskurði, sem ráð-
herra Islands skrifi undir, að málin verði eftir sem áður flutt fyrir
sór f ríkÍ8ráðinu. Umræðurnar, sem fóru fram um þetta mál í
ríkisráðinu, voru með leyfi konungs opinberlega birtar, og er það
nýmæli að svo sé gert. Ýmsar fleiri breytingar en þessar eru
gerðar á núgildandi stjórnarskrá, og sumar allmerkilegar, en of
langt yrði að telja þær hór allar upp. Helztu lög frá þinginu eru
þessi: Um stofnun landhelgissjóðs íslands, er síðar skal varið til
eflingar landhelgisvörnum; lög um siglingar; lög um stofnun hag-
stofu íslands, og tekur hún til starfa nú um áramótin og á að
safna skýrslum um landshagi íslands, vinna úr þeim og koma
þeim fyrir almennings sjónir; lög um strandferðir, með heimild til
hlutakaupa í Eimskipafélagi íslauds, eða kaupa á skipum til strand-
ferða, ef samningar fást ekki um strandferðir við ísl. Eimskipafó-
lagið; lög um forðagæzlu, er miða til þess að tryggja menn gegn-
gripafelli í harðæri.
Almennasta áhugamálið á árinu hefir verið stofnun íslenzks
eimskipafélags. Var það mál vakið upp hór í Reykjavik snemma
á árinu, og í marz kom út áskorun til almennings um hlutatöku
f fyrirtækinu. Gerðu forgangsmenn þess ráð fyrir, að fólagið lóti
byggja tvö skip allstór og með nýtízku útbúnaði og héldi þeim út
til ferða milli íslands og útlanda og nmhverfis landið. Undirtektir