Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 19
Fyrsta utanför mín.
19
ið eftirmynd móður sinnar Guðnýjar frá Grenjaðarstað.
Hann hændist mjög að mér, þótt eg kynni lítið á við
hann, því að með mér gat hann verið barn og dundað
og skrafað um hvern hégóma sem hann vildi. En stund-
urn sneri hánn'sér að hinum stærri efnunum, og vakti mig
eins og Steingrímur til fyrstu skynjunar á enskum og
þýzkum skáldskap, og aldrei heyrði eg fallega ensku
nema hans þangað til löngu seinna. En samrýndastur
varð eg Steingrími; batt hann við mig vinfengi og alúð
nálega áður en hann hafði reynt mig eða þekt. Hann
var þá að þýða Þúsund og eina nótt, og hafði þegar ort falleg
kvæði. Hann var vakinn og sofinn að lesa mér valinn skáld-
skap bæði þýzkan og »klassiskan«, og hann las fyrstur með
mérSæmundareddu, Ossían og þýðingar grískra höfuðskálda.
Það voru indælar stundir, sem nálega breyttu mér i nýjan
mann, eða vöktu í mér nýjan anda, metnað og stórhug.
Sögðu mér báðir þeir Jón, að mér væri einsætt að reyna
til að stúdéra, því þótt eg vissi eins mikið og sumir
þeirra, vantaði mig bæði nafnið og tækifærin. Þetta lét
mér afarvel í eyrum.
Eg fékk starf um sumarið sem aðstoðarmaður Jóns,
er kallaður var Englendingur, er »spekúleraði« við Is-
land fyrir Árna Sandholt. Þessi Jón var yngri bróðir
Sigurðar frænda míns í Flatey, en var honum ólíkur, var
fljótfær maður og grunnur, en drengilegur og vaskur
maður var hann. Hann hafði viljað læra ensku hjá Arn-
ljóti, þótti þungfær og kallaði þvi kennarinn hann »Eng-
lendinginn sinn«, festist svo við hann nafnið. Hann varð
ekki gamall maður, og var mælt, að ekki hefði þeim
herrum Sandholt farist vel við hann að lokum, og hafði
eg þvi spáð honum.
Eg kvaddi kunningja mina í Höfn 15. maí, og vorum
við Stgr. Th. saman kvöldið áður fram á nótt og mælt-
um til æfilangrar vináttu. Hélzt sú vinátta óbreytt síðan,
nema fárra ára tíma, og munu báðir hafa valdið, enda
hvarf sú fæð, er eg flutti hingað norður.
Skipið er eg fór með hét Metta, og skipstjóri Kyller.
2*