Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 15
Fyrsta utanför mín.
15-
sjálfur, setíi hafði kynst mér heima ; þá þeir drengilegu
Blöndalsbræður Magnús og Gunnlaugur, og fanst mér
einkum til um Magnús, því fríðari og fjörlegri mann hafði
eg sjaldan séð; þar var og Magnús frá Vatnsdal, ungur
og lítið meir en hálfvaxinn piltur. Það var landshöfð-
inginn tilvonandi. Og enn sátu þar tveir og þrættu um
búskaparefni, og þótti mér annar miklu mælskari hinum,
sem var afarstór og þreklegur maður, en hinn grannleg-
ur, en skarpur mjög á svipinn. Mennirnir voru Stefán
Björnsson, síðar sýslum., en hinn Benedikt Sveinsson, voru
þá nýútskrifaðir. Sagði eg síðar við einhvern, að mér fynd-
ist hinn stirðmæltari þeirra tveggja vera líklegri til að
búa vel á íslandi, heldur en hans mælski andmælandi.
Aðrir nafnkunnir stúdentar í Höfn þann vetur voru;
þeir Arnljótur Olafsson, Guðbr. Vigfússon, Bergur Thor-
berg, Hermann E. Johnson, Jón Thorarensen, S. L. Jón-
asson, Lárus Sveinbjörnsson. Þann vetur var þar og Páll
Melsteð sagnfræðingur, — svo og hitti eg nokkra eldri
íslendinga þar, svo sem Magnús Eiríksson, Konráð Gísla-
son, Oddgeir Stephensen og Gísla Brynjúlfsson. Af öllum
þeim mönnum, sem eg hér hefi nefnt, lifa nú, er þetta er
skrifað, tveir einir, auk mín, þeir Magnús landshöfðingi
og Steingrímur Thorsteinsson. Af öðrum nafnkunnum Is-
lendingum kyntist eg Grími gamla Þorlákssyni tannlækni,
hann var Eyhreppingur og þótti göfugmenni. Svo varð
eg kunnugur þeim ríku Vesturlandsreiðurum, Sandholts-
bræðrum. Langmest fanst mér um Jón Sigurðsson, og
kom oftast í hans hús. Var hann og sjálfkjörinn höfð-
ingi nálega allra Islendinga í Höfn, og hélzt það alla
stund meðan liann lifði.
Tvisvar siðar sigldi eg til Hafnar og sá nýja og nýja
kynslóð íslenzkra stúdenta, og þrisvar sinnum heíi eg ver-
ið í Höfn síðan þessi öld hófst. En minnisstæðust er mér
mín fyrsta dvöl þar, eins og geta má nærri; ungum verða
áhrifin dýpst og drjúgust; það er og sannast að segja um
mig, að megi eg teljast mentaður maður, er það mest að
þakka utanferðum mínum, og því, að eg negldist hvergi