Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 71
Hvar er Lögberg bið forna?
71
Um þá þrjá staði í Sturlungu, sem hér hafa verið
nefndir, fer Olsen þessum orðum :
»Sjerhver af þeim þrem stöðum í Sturlungu, sem nú
voru taldir, virðast þannig benda til, að Lögberg hafi verið
firir vestan ána. Óg ef vjer lítum á þá alla í heild sinni,
þá stiðja þeir hver annan svo, að með þeim virðist vera
fengin full vissa firir því, að Lögberg hafi ekki verið á
hraunrimanum milli gjánna, heldur að vestan verðu við
öxará.
Með hraunrimanum mælir í raun og veru að eins það,
að hann hefir nú um nokkurn tíma verið kallaður Lög-
berg, en Kálund hefir sínt, að þetta nafn á hraunriman-
um kemur ekki firir fir en á öldinni sem leið*1).
Áður hefir verið minst á það hér, hve þessir þrír
nefndu staðir í Sturlungu munu vera ábyggilegir. Tveir
af þeim, sá fyrsti og annar, eru svo vafasamir, þar sem
á báðum stöðunum að handritunum ber ekki saman, svo
ekki verður neitt fullyrt um það hvað rétt sé. Þriðji stað-
urinn er þannig lagaður, að af honum verða ekki dregnar
minstu líkur fyrir því, að Lögberg hafi verið fyrir vestan
öxará. Um hina má þó í því tilliti spjalla endalaust, en
auðvitað án þess að geta sannað neitt.
Þar sem Ólsen segir að Kálund hafi sýnt það, að Lög-
bergs nafnið á gamla Lögbergi milli gjánna hafi ekki
þekst fyr en á 18. öld, þá má líka segja, að Sigurður lög-
maður Björnsson hafi sýnt það, að nafnið hefir komið fyrir
eða þekst löngu fyr, því að hann samdi búðaröðina um
1700 »eftir sögn fyrri manna«. Þar segir svo: »Guðnumd-
ar Rjka buð var nærre ane vestan við götuna frá Snorra-
huð | ofan að lögrettune, áður var hans buð austan til við
ána og austur undan | Þorleifs Hölma; skamt frá þvi
gamla Lögberge sem millom giána var og ein | styge að | «.
Það virðist Ólsen, að útlit sé fyrir að eldri höfundar
hafi ekki þekt Lögbergsnafnið á hraunrimanum milli gjánna.
Ekki getur hann samt þess, að þeir hafi þekt Lögbergs-
l) German. Abbandl. bls. 146.