Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 87
Hæð íslendinga.
87
Aldur Tala Hæð f sentímetrum.
námsmeyja mældra Meðaltal Hæstar Lægstar
13 ára 4 155,1 160,0 147,5
14 — 20 154,9 163,5 142,0
15 — 24 159,0 168,0 151,0
16 — 18 161,5 168,5 153,0
17 — 9 160,6 167,0 146,0
18 — 4 161,4 166,0 158,0
19 — 1 166,0
Alls 80 mælingar.
Af þessum mælingum verður ekki séð, hve háar konur verða
að meðaltali, því að bæði eru mælingarnar of fáar, og svo ná þær
of skamt til þess að hægt sé að sjá, hvort konur séu fullvaxnar
18 ára gamlar eða hvort þær séu þá enn á vaxtarskeiði.
Áftur á móti sést að þær eru bráðþroskaðri en piltar, eins og
líka alþekt er, því að alt til 15 ára aldurs eru þær hærri en pilt-
arnir, sem eru jafnaldrar þeirra. Þá eru piltar og stúlkur nokkurn-
vegin jafnhá. Eftir það vaxa stúlkurnar lítið, en piltarnir eru eftir
það stærri, því að þeir halda áfram að vaxa, eins og áður er synt,
til 21 árs aldurs.
Á það má benda, að eftir mælitigum mínum er hæð 36 ára
gamalla manna og eldri 171,5 sentímetrar, en hæð 20—24 ára pilta
er 173,7, og eru því eldri mennirnir 2,2 sentímetrum lægri, eða 2,4
sentímetrum lægri en 23 ára nemendurMentaskólans.
Að vísu er vaxtarmunurinn of lítill og mælingarnar of fáar til
til þess að hægt só að segja með vissu að kynslóðin sé að hækka.
Þó er ekki ósennilegt að svo sé, því að velmegun þjóðarinnar er
áreiðanlega að vaxa og uppeldi barna og unglinga að batna.
Sannarlega væri það gleðilegt, ef seinni og ítarlegri mælingar
sýndu að svo væri í raun og veru, því að það benti á, að við vær-
um að réttast úr þeim kút, er líkamsþroski okkar hefir verið keyrð-
ur í áður.
Það væri því fróðlegt, ef fleiri vildu gera slíkar mælingar.
Einkum ætti það að verða föst regia í öllum skólum að mæla
hæð — og eins að vega þyngd — nemend inna, því að kyrstaða í
vexti og þroska unglinga er altaf mjög ískyggileg, og getur bent á
að eitthvað ami að þeim. En þar sem margir nemendur eru, gæti
þetta verið ágætis eftirlit með heilsufari og iíkamsframförum hvers
um sig,