Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 12
12
Svissarinn.
Svo kvik með koll og stólið þú kvakaðir til mín,
Og ei til kaups nó útföl voru ástljúf kvæðin þín.
Þú vendist ótt með vingsi og vattst svo ofan þór,
Ef hverfurðu heim að ári, þá heilsaðu frá mór«. —
— »Eg þaðan flaug og þangað og söng á lind mitt lag,
Þar undir víf sat aldrað, er ei sá glaðan dag.
Eg þaðan flaug og þaugað, er annað ár var liðið,
Og andaða eg inn sá borna þá öldnu’ um sáluhliðið«.
Hið næsta vor með kóngum hófst styr og stáladríf,
Sú stórrimman krafði margs ungs manns líf.
Við hlíðarætur Alpa þeir hraustu skarar finnast,
Inar hervönu lensur í dreyra vildu brynnast.
Þar fölvir hnigu stríðsmenn sem hlynslauf hausts í gjóst,
Þar hneig og Svissinn ungi með gegnumstungið brjóst.
í sólroð rak smalinn sín yxn upp Alpa rið,
í Alpahornið blæs hann, þá raknar Hugi við.
Og annað sinn blós smalinn, þá brosti Hugi blítt:
»Nú bar að eyrum hljóðið, sem hugsaði’ eg um svo títt«.
Og þriðja sinn blós smalinn, þá sjónir brustu beim :
»Nú bregzt mór það ekki, að eg er kominn heim«.
Stgr. Thorsteinsson
þýddi í júnílok 1913 og mun
það vera síðasta þýðingin hans.