Skírnir - 01.01.1914, Blaðsíða 102
102
Ritfregnir
ekki vera bending um, að þarna er einmitt sá bragarhátturinn,
sem konurnar eru sjálfkjörnar til að yngja upp, fegra og fnll-
komna? HvaS er líklegra en aS þær hafi fyrstar kveðiS þulur?
A5 minsta kosti voru það konur, sem kváðu þær viS börnin, og
víst hafa þær bætt einhverju við frá eigin brjósti, sem það gátu.
Eg veit vel, að ýmsar þulur og man-langlokur eru ortar um kon-
ur, af karlmönnum, en var það ekki einmitt af því að þeir fundu
hve vel þulu-hátturinn var fallinn til slíks, aS hann var eins og
tekinn úr sál kvenna: >á hverfanda hveli«, laus á kostunum, þegar
það vill, síbreytilegur og dutlungafullur, engu lögmáli bundinn
nema geðþóttans? Þulan kann allan gang; hún getur verið stór-
stíg, hlaupið og stokkið langar línur, og hina stundina tifað og
trítlað eins og »nótentáta«; hún getur verið langminnug — rim-
að saman orð á löngu færi — eins og kona minnist fornra ásta,
en stundum kemur sama hending í langri runu, eins og koss á
koss ofan. Þulan e r kvennlegur bragarháttur. —
Eg vona að margir lesi þessi kvæði Ólafar og að hún megi
enn bæta mörgu við.
G. F.