Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1914, Side 18

Skírnir - 01.01.1914, Side 18
18 Fyrsta utanför mín. sige lísspund, men ikke líssepund«, sagði kennarinn, en Ólsen slepti aldrei e-inu úr hins lísspundi; annars var Seidelin sómamaður og kendi með alúð, og þótti honum eg vera brattur og drjúgur í dönskunni. Af öðrum stýri- mannaefnum og iðnaðarsveinum þótti mér mest kveða að nokkrum Eyfirðingum. Tveir þeirra voru prúðmenni: Gunnlaugur Gunnlaugsson (týndist síðar með þilbát sínum í legu) og Jón Loftssoo, hinn mesti snyrtimaður og ör á fé; kölluðu lagsmenn hans hann »baróninn«. Hann varð og skipstjóri og andaðist ungur; var hann bróðir frú Lovísu konu Snorra kaupmanns Jónssonar, og mannsefni mikið. Við Jón þessi komum okkur saman um, að mikil nauð- syn væri á því, að iðnaðarmenn og aðrir óráðnir sveinar og meyjar frá Islandi ætti eitthvert aðhald og athvarf í Höfn, því okkur þótti nóg um hringlandann og siðleysið. Síðan skutum við á fundi og ræddum málið. Urðu allgóðar undirtektir er við bárum upp þá tillögu, að stofna skyldi félag fyrir ólærða landa í borginni; því var okkur Jóni falið á hendur að semja lög fyrir samband þetta, og sýna Jóni Sigurðssyni. Þetta gerðum við og fórum síðan út til Jóns Sig. Honum þótti tiltækið pajög ráðlegt og lögin vel meint, en vantreysti því, að nokkuð yrði úr slíku fé- lagi, þegar við færum heim og nýir og nýir kæmu. A næsta fundi mættu fáir, og fór svo að tillagan dó í fæð- ingunni. Við kennara mína á Garði féll mér mætavel, var Bjarni áhugameiri en Jón Sveinsson, sem kendi vel, en nenti misjafnt, eins og sagt er um Gretti, er hann skyldi »drepa járnið«; hann var barnlyndur og latur, en skemti- legur fyrir mig, því hann fann fegurð í hverju smáræði, ellegar þá eitthvað smáskrítið og skoplegt, því hann var að eðli bæði skáld og listamaður, þótt hann vissi það ekki; málfræðingur með afburðum, en alt lenti í fram- taksleysi, svo og dáðlitlu daðri, því alt strit og áreynslu, alt ljótt og klúrt og rangt hataði Jón; var hann mót- setning föður síns, er var síúðrandi dáðarmaður, og þó mætavel að sér eftir hinum eldri stíl. Jón mun hafa ver-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.