Skírnir - 01.01.1914, Page 18
18
Fyrsta utanför mín.
sige lísspund, men ikke líssepund«, sagði kennarinn, en
Ólsen slepti aldrei e-inu úr hins lísspundi; annars var
Seidelin sómamaður og kendi með alúð, og þótti honum
eg vera brattur og drjúgur í dönskunni. Af öðrum stýri-
mannaefnum og iðnaðarsveinum þótti mér mest kveða að
nokkrum Eyfirðingum. Tveir þeirra voru prúðmenni:
Gunnlaugur Gunnlaugsson (týndist síðar með þilbát sínum
í legu) og Jón Loftssoo, hinn mesti snyrtimaður og ör á
fé; kölluðu lagsmenn hans hann »baróninn«. Hann varð
og skipstjóri og andaðist ungur; var hann bróðir frú Lovísu
konu Snorra kaupmanns Jónssonar, og mannsefni mikið.
Við Jón þessi komum okkur saman um, að mikil nauð-
syn væri á því, að iðnaðarmenn og aðrir óráðnir sveinar
og meyjar frá Islandi ætti eitthvert aðhald og athvarf í
Höfn, því okkur þótti nóg um hringlandann og siðleysið.
Síðan skutum við á fundi og ræddum málið. Urðu allgóðar
undirtektir er við bárum upp þá tillögu, að stofna skyldi
félag fyrir ólærða landa í borginni; því var okkur Jóni
falið á hendur að semja lög fyrir samband þetta, og sýna
Jóni Sigurðssyni. Þetta gerðum við og fórum síðan út til
Jóns Sig. Honum þótti tiltækið pajög ráðlegt og lögin
vel meint, en vantreysti því, að nokkuð yrði úr slíku fé-
lagi, þegar við færum heim og nýir og nýir kæmu. A
næsta fundi mættu fáir, og fór svo að tillagan dó í fæð-
ingunni.
Við kennara mína á Garði féll mér mætavel, var
Bjarni áhugameiri en Jón Sveinsson, sem kendi vel, en
nenti misjafnt, eins og sagt er um Gretti, er hann skyldi
»drepa járnið«; hann var barnlyndur og latur, en skemti-
legur fyrir mig, því hann fann fegurð í hverju smáræði,
ellegar þá eitthvað smáskrítið og skoplegt, því hann var
að eðli bæði skáld og listamaður, þótt hann vissi það
ekki; málfræðingur með afburðum, en alt lenti í fram-
taksleysi, svo og dáðlitlu daðri, því alt strit og áreynslu,
alt ljótt og klúrt og rangt hataði Jón; var hann mót-
setning föður síns, er var síúðrandi dáðarmaður, og þó
mætavel að sér eftir hinum eldri stíl. Jón mun hafa ver-