Skírnir - 01.08.1914, Blaðsíða 13
Draumar.
237
að láta mér nægja að segja ykkur ágrip af tveimur
draumasögum, sem skýrðar eru þennan veg.
Nærsýnn maður, að nafni Lewis, í Cardiff i Wales,
á að taka á móti skipsfarmi. Uppskipunin átti að byrja
kl. 6 að morgni., Hann fær skjölin, sem til þess þarf að fá
vörurnar, kl. 4 síðd. deginum áður, og fer með þau 2 stund-
um síðar í tollhúsið. En þegar hann ætlar að sýna þau
þar, hefir hann týnt þeim. Hann leitar vandlega í toll-
húsinu og finnur þau ekki, fer heim mjög áhyggjufullur,
og er hræddur um að missa stöðu sína fyrir þennan
klaufaskap.
Þá dreymir hann um nóttina, að hann sjái skjölin í
rifu í múrnum undir skrifborði í tollhúsinu.
Hann fer kl. 5 morguninn eftir til tollhússins, vekur
umsjónarmanninn og fær hann til þess að opna húsið.
Hann gengur að staðnum, sem hann hafði dreymt. Þar
eru skjölin. Og uppskipunin gat byrjað á réttum tíma.
Það sannaðist eftir á, að Lewis hafði leitað einmitt
þarna undir borðinu, þar sem skjölin fundust. Og skýr-
ing vísindamanna á draumnum er sú, að í þeirri leit hafi
undirvitund mannsins skynjað skjölin, þó að hversdags-
vitund hans yrði þeirra ekki vör.
Hin sagan er á þessa leið: Ekkjumaður býr á bú-
garði sínum í Massachusetts, og á 4 börn, 1 dreng og 3
stúlkur. Drengurinn deyr af slysi um 14 ára gamall,
Systur hans hafa verið mjög samrýndar honum, en yngsta
systirin, sem yar 8—9 ára gömul, þegar hann andaðist,
hefir verið eftirlætisgoðið hans. Einu sinni kaupir faðir-
inn ofurlitla hnífa, um 2% þuml. á lengd, handa systrun-
um. Þetta var fyrsti hnifurinn, sem yngsta systirin eign-
aðist, og henni þótti svo mikið í hann varið, að hún
skildi hann aldrei við sig.
Nokkurum dögum eftir að systurnar fengu hnífana,
og um 6 mánuðum eftir andlát drengsins, komu nokkurar
telpur að heimsækja þær, og allur hópurinn fer út í hlöðu
að leika sér. Þar var mikið hey og telpurnar ólmuðust
uppi á heyinu. En í þessum leik tókst. svo illa til, að