Skírnir - 01.08.1914, Side 22
246
Dranmar.
Er þetta fjarskygni? Er raannssálin í raun og veru
svo gerð, að hún geti, þegar einhver óþekt skilyrði eru
fengin, skynjað það, sem gerst hefir í fjarlægð? Eða
er eitthvað það til í tilverunni, sem atburðirnir festa sig
á, eins og myndir, sem mannssálin getur einstöku sinnum
skynjað? Við vitum það ekki.
Eða er þetta hugsanaflutningur? Enginn vakandi
maður heíir getað sent það hugarskeyti, því að enginn
vakandi maður vissi um slysið. Eigum við þá að hugsa
okkur, að undirvitund mannsins, sem fyrir slysinu varð,
hafi vitað, að lestin var að koma, og hvað nú hlaut að
gerast og skeytið borist frá henni til könunnar í svefnin-
um, en verið 3—4 klukkustundir á ferðinni? Eigum við
að hugsa okkur, að undirvitundin hafi ekki að eins séð
lestina vera að koma, heldur líka séð prestinn inni í henni,
og sent skeyti um það? Við vitum það ekki.
Eða er þetta áhrif frá hinum framliðna manni eftir
dauðann? Hefir hann verið, ásamt einhverri annari veru,
sem konan verður ekki nema óglögt vör við, að reyna
að bregða upp fyrir systur sinni hverri myndinni eftir
aðra, til þess að gera henni viðvart um andlát sitt, eins
og hann gerir sér grein fyrir atburðinum eftir dauðann?
Myers heldur það. En við getum víst öll með góðri samT
vizku sagt, að við vitum það ekki. Og sannast að segja finst
mér ekki einu sinni skynsamlegt að láta sér finnast neitt lík-
legt eða ólíklegt í jafn-flóknu máli, nema menn hafi kapp-
kostað að kanna hið mikla dýpi rannsóknanna, sem fram
hafa farið síðustu áratugina, ekki að eins á draumum,
heldur líka á öllum svo nefndum dularfullum fyrirbrigð-
um í heild sinni. Þau eru öll svo saman ofin, að ekkert
þeirra verður með réttu slitið út úr sambandinu.
Eg hefi minst á, að það sé kynlegt að hugsa sér, að
menn geti i draumum orðið varir þeirra atburða, sem gerst
hafa, og enginn lifandi maður veit, að hafi gerst. Óneit-
anlega er þó enn kynlegra að hugsa sér, að rnenn skuli
geta orðið þess varir, sem ekki er komið fram. en g e r-
i s t s í ð a r. Það er í rnínum augum allra-kvnlegasta hlið-