Skírnir - 01.08.1914, Page 27
Faxi.
251
um, en þá höfðu nautin stundum reynt að’rota þá við
stein.
Þegar Ragnar sá viðureignina, varð hann að játa með
sjálfum sér, að þetta hefði hann þó ekki getað leikið: að
stökkva á bak nautinu og láta það hlaupa með sig. En
um leið og hann dáðist í hljóði að hugprýði bróður síns,
fann hann, að þetta var að bjóða nautinu byrginn, það
var ofbeldi í þessu hugrekki. Svona vildi hann ekki
sigra nautið. Nautið var orðið svona mannýgt, af því að
Sveinn var alt af að egna það. En ef hann, sem aldrei
hafði gert því neitt, ef hann kæmi nú til þess fjarska,
fjarska vingjarnlegur, þá var hann viss um, að hann gæti
teymt það á hári. En í dag vildi hann láta það spekjast.
Daginn eftir lagði mamma hans sig fyrir, eins og hún
var vön að gera á undan hádegiskaffinu. »Snerptu undir
katlinum á meðan«, sagði hún við eldastúlkuna, »egf fetla
að láta renna í brjóstið á mér«. Ragnar beið, þangað til
hún var sofnuð. Þá læddist hann að rúminu; hánn tók
aðra hárfléttuna hennar milli handa sér og rakti hana
hægt upp. Alt í einu hrökk móðir hans upp með and-
fælum: »Ertu að hárreyta mig, krakki«? En þá var
drengurinn þotinn sem örskot ofan stiga og út á hlað með
langt hár úr höfðinu á mömmu sinni í hendinni. Nautið
var tjóðrað fyrir utan túngarðinn; hann hljóp miðja vegu
til þess. Nautið æddi um í tjóðrinu líkt og óarga dýr,
teygði hálsinn grenjandi með jörðinni, og rótaði upp mold-
inni. En þegar það kom auga á drenginn, stóð það alt í
einu kyrt, og horfði á hann. Þá hægði hann ósjálfrátt á
sér. Fyrst dró hann djúpt andann, svo byrjaði hann:
hann fylti augun af yl til nautsins, hann opnaði varirnar
með breiðu brosi, svo að skein í mjallhvítar tennurnar, og
svona gekk hann öruggur nær og nær, með útréttan arm-
inn og hárið af mömmu sinni milli fingranna. Nautið
drap höfði, æddi síðan bölvandi á móti honum, en dreng-
urinn hljóp lafhræddur og æpandi langt út fyrir tjóður-
lengd. Og þegar hann loksins staðnæmdist, var hárið
farið.